Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120702 - 20120708, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 339 skjálftar með SIL kerfi Veðurstofu Íslands. Um 130 skjálftar urðu í norðanverðu Ingólfsfjalli, flestir þeirra í hrinu 8. júlí og þar á meðal skjálfti vikunnar (M 3.1). Í Mýrdalsjökli mældust 64 skjálftar (Ml -0.1-2.5), þar af tæplega 50 innan öskjunnar. Nokkur virkni var á Norðurlandi, aðallega á Tjörnesbrotabeltinu með um 50 skjálfta, sá stærsti Ml 2.5.

Suðurland

Um 130 skjálftar urðu í norðanverðu Ingólfsfjalli, þar af um helmingur í hrinu 8. júlí. Skjálftar á þessu svæði hafa verið að mælast undanfarnar 3 vikur. Langlestir skjálftanna voru smáir (< Ml 1.5). en þó varð einn stærri skjálfti (M 3.1) kl. 12:20 þann 8. júlí. Þessi skjálfti fannst víða, þar á meðal í Hveragerði og á Selfossi.

Reykjanesskagi

Þrír skjálftar urðu út á Reykjaneshrygg (Ml 0.9-1.3), og 5 skjálftar við Kleifarvatn (Ml <1.5). Að kvöldi 8. júli mældust 4 smáir skjálftar vestan við Bláfjöll (Ml 0.2-1.2).

Norðurland

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 50 skjálftar (Ml 0.3-2.4), þar af um 20 í þyrpingu 10 km norður af Grímsey, og 2 skjálftar um 60 km til norðvesturs. Um 16 skjalftar urðu úti fyrir mynni Eyjafjarðar (Ml 0.3-1.9). Þrír litlir skjáltar (Ml <0.3) urðu í Skjálfanda. Einnig urðu þrír litlir skjálftar nálægt Mývatni (Ml <0.3).

Hálendið

Fjórir smáir skjálftar urðu við vesturbrún Öskju, og um 10 á svæðinu í kringum Herðubreið. Í Vatnajökli mældust aðeins 6 skjálftar, þar af 4 við Kistufell (< Ml 1.0), einn í Kverkfjöllum (Ml 0.9), og einn fyrir norðan Öræfajökuls (Ml 1.2). Fimm skjálftar (Ml <1.1) urðu norðan við Fjórðungsöldu á Sprengisandi, á svipuðu svæði og í vikunni á undan. Tveir skjálftar (Ml <1.0) mældust nálægt Eyjabakkafossi norðan Vatnajökuls. Í Torfajökli mældust 2 smáir skjálftar (Ml <1.1).

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 64 skjálftar (Ml -0.1-2.5), þarf af tæplega 50 innan öskjunnar. Þeir skjálftar voru í tveim þyrpingum nálægt miðju öskjunnar. Nærri þriðjungur skjálftanna varð þann 8.júlí, þar á meðal stærsti skjálftinn (Ml 2.5) kl.17:50. Um 10 skjálftar urðu undir vesturbrún Mýrdalsjökuls (Ml 0.5-1.0), og 4 við Hafursárjökul (Ml 0.1-1.8). Skjálftafjöldinn var aðeins minni en undanfarnar vikur. Einn lítill skjálfti (Ml 0.5) varð undir öskjunni í Eyjafjallajökli að morgni 8. júlí.

Evgenia Ilyinskaya