Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120730 - 20120805, vika 31

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 200 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar og var vikan því fremur róleg. Virknin dreifðist í tíma og rúmi. Enginn skjálfti náði þremur að stærð.

Suðurland

Upp úr miðnætti aðfaranótt þriðjudags hófst eftirskjálftahrina á svokallaðri Kross-sprungu í Ölfusi, sem hrökk 29. maí 2008, og stóð hún fram yfir hádegi þess dags. Tæplega 40 skjálftar mældust, sá stærsti 1,3 að stærð. Nokkrir smáskjálftar mældust í Þrengslum, á Hengilssvæðinu og sprungunum á Suðurlandsundirlendinu. Rólegt var á niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar á Hellisheiði en einungis einn skjálfti mældist þar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust 17 smáskjálftar, flestir við Kleifarvatn. Um helgina mældust sex jarðskjálftar, á um 5 kílómetra dýpi, við Vífilsfell, sá stærsti 1,6 að stærð. Rólegt var á Reykjaneshrygg en þar mældust fimm skjálftar, sá stærsti tæp þrjú stig (2,7) og var það jafnframt stærsti skjálfti vikunnar.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust tæplega 50 skjálftar og er það talsvert minni virkni en í síðustu viku. Mesta virknin var í Grímseyjarbeltinu en þar mældust rúmlega 30 skjálftar sem dreifðust yfir vikuna. Lítil virkni var á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu og engir skjálftar mældust vestan Eyjafjarðar. Stærstu skjálftarnir voru 2,1 út af Gjögurtá og 2,2 norður við Kolbeinsey. Nokkrir smáskjálftar mældust á svæðunum við Kröflu og Þeistareyki. 

Hálendið

Tiltölulega rólegt var í Vatnajökli en þar mældust 15 skjálftar þar af tveir við Skaftárkatla. Stærsti skjálftinn í jöklinum þessa viku, 1,6, var undir Esjufjöllum. Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældist rúmur tugur smáskjálfta, helmingurinn við Öskju. 

Mýrdalsjökull

Svipuð virkni var í Mýrdalsjökli eins og vikuna á undan, rúmlega 20 skjálftar staðsettir, og er það með rólegasta móti. Mesta virknin var í vesturjöklinum og allir skjálftarnir voru innan við tvö stig. Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu og einn í suðvestanverðum Langjökli.

Sigþrúður Ármannsdóttir