Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120806 - 20120812, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]y

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust um 150 jarðskjálftar sem er fremur rólegt. Stærsti skjálftinn Ml 3.1 mældist í Mýrdaljökli þann 12.08 kl 8:36 en lítil skjálftavirkni var þó í Mýrdalsjökli í vikunni líkt og síðustu vikur. Mesta virknin var á Reykjanesi sem má að mestu rekja til hrinu sem varð rétt norðan Hlíðarvatns við Suðurstrandarveg

Suðurland

Lítil skjálftavirkni var á Suðurlandi, um 20 skjálftar í heildina. Tæplega helmingur skjálftanna mældist við Ölkelduháls. Stærsti skjálftinn var Ml 1,3 nokkuð vestan við Ölkelduháls en aðrir skjálftar voru undir einum.

Reykjanesskagi

Um fjórðungur skjálfta vikunnar eða um 40 mældust á Reykjanesskaga. Lang flestir skjálftarnir mældust í tveim hrinum. Önnur rétt norðan Hlíðarvatns við Suðurstrandarveg en hin við Reykjanestá. nokkrir skjálfta mældust í nágreni Kleifarvatns.

Norðurland

Um 50 skjálftar mældust á norðurlandi allt skjálftar undir Ml 2. þar af voru 17 í Öxarfirði og um 20 við mynni Eyjafarðar.

Hálendið

Við Dyngjufjöll og Herðubreið mældust 9 skjálftar allir undir 2. Meðal annars mældust þrír skjálftar skájlftar á um 20 km dýpi norðan Öskju. Rúmlega 20 skjálftar mældust í Vatnajökli.þar af þrír í Grímsvötnum.

Mýrdalsjökull

Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli var með allra minnsta móti. 16 skjálftar mældust og þar af stærsti skjálfti vikunnar sem var Ml 3.1 þann 12.08 kl 8:36 um 4 km ANA af Goðabungu.

Benedikt G. Ófeigsson