Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20121015 - 20121021, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Helsti atburður vikunnar var skjálftaröð sem hófst 20. október. Stærsti skjálftinn, 5,6 stig, varð kl. 1:25 þann 21. október. Mörg hundruð skjálftar hafa mælst, margir yfir þrjá að stærð. Nokkur skjálftavirkni var einnig í Öxarfirði, við Húsmúla, Kistufell og Kverkfjöll.

Reykjaneshryggur og -skagi

Fimm jarðskjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, stærsti 2,8 stig. Á Reykjanesskaga var rólegt. Nokkrir smáskjálftar mældust á Krýsuvíkursvæðinu, við Fagradalsfjall og Grindavík. Nokkrir smáskjálftar mældust við Bláfjöll.

Suðurland

Yfir 40 smáskjálftar mældust við Húsmúla 17. og 18. október. Þeir voru allir innan við tvö stig að stærð. Nokkrir smáskjálftar urðu við Raufarhólshelli og á Krosssprungu. Á Suðurlandsundirlendinu mældust fjórir smáskjálftar á Hestvatnssprungu og einn skjálfti við Heklu. Hekluskjálftinn var 0,9 stig að stærð.

Mýrdalsjökull

Um þrjátíu skjálftar áttu upptök undir Mýrdalsjökli, allir smáir. Svipaður fjöldi var undir vestanverðum jöklinum og í öskjunni. Nokkrir smáskjálftar mældust við Hafursárjökul.

Hálendið

Skjálftavirkni hélt áfram við Kistufell, en þar mældust um 30 skjálftar. Stærsti varð 15. október og var um þrjú stig. Nokkur virkni var einnig við Kverkfjöll, en þar mældust einnig um 30 skjálftar, stærsti um 2,5 stig. Aðrir skjálftar undir Vatnajökli voru við Bárðarbungu og Hamarinn.
Um 20 smáskjálftar mældust norðan Vatnajökuls, við Öskju og Herðubreið.

Norðurland

Skjálftaröð hófst kl. 2:07 laugardaginn 20. október um 20 kílómetrum norðnorðaustur af Siglufirði. Stærsti skjálftinn varð aðfaranótt sunnudagsins kl. 1:25, 5,6 stig. Mörg hundruð skjálftar hafa mælst, og enn er mikil virkni á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna í fréttum Veðurstofunnar.
Þó nokkur fjöldi skjálfta mældist í Öxarfirði í vikunni eða á annað hundrað. Stærstu voru um þrjú stig. Nokkrir skjálftar mældust við Grímsey og Flatey. Fáeinir smáskjálftar mældust við Þeistareyki og Kröflu.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir