Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Í vikunni sem leið hefur skjálftahrinan á Norðurlandi haldið áfram (22.-28. október) en þó farið minnkandi eftir því sem leið á vikuna. Eftir skjálfta af stærðinni 5,6 á sunnudagsnóttina 21. október, og áframhaldandi öflugri skjálftahrinu á sunnudag um 20 km norðnorðaustur af Siglufirði, hélt talsverð virkni áfram á mánudag og þriðjudag. Þróunin á virkninni var til austurs eftir Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Skjálftar upp á um 3,9 mældust kl 5:25 og 5:32 þann 22.október og kl 5:27 þann 23. október var skjálfti af stærðinni 4,0 á svipuðum slóðum og 5,6 skjálftinn. Þegar leið á þriðjudag fór að bera á skjálftavirkni 5 km norðvestan við Gjögurtá og kl. 23:38 þann 23. október mældist skjálfti af stærðinni 3,1 og kl 22:20 þann 24. október mældist skjálfti af stærðinni 3,1. Þróunin í skjálftavirkninni í vikunni hefur verið í þá átt að svæðið fyrir mynni Eyjafjarðar (milli Siglufjarðar og Gjögurtáar) þar sem lítil virkni hefur verið, er að minnka. Þ.e. virknin hefur færst til austurs eftir Húsavíkur-Flateyjar misgenginu að vestan og vestur eftir því út frá Gjögurtá að austan.
Í Kverkfjöllum var skjálftahrina framan af vikunni um 28 skjálftar mældust við Kverkfjöll sá stærsti um 3 að stærð. Seinni hluta vikunnar hefur verið nokkur virkni í Dyngjufjöllum og á Suðurlandi voru skjálftar við Raufarhólshelli og vestan við Sveifluháls. Virkni í Mýrdalsjökli var með minna móti þessa vikuna.