Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20130128 - 20130203, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rólegt var í vikunni en einungis 90 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælaneti Veðurstofu Íslands. Smáhrina var í byrjun viku vestur af Flatey á Skjálfanda og þar mældist stærsti skjálfti vikunnar 3,2 að stærð.

Suðurland

Sex smáskjálftar mældust á niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar við Húsmúla á Hellisheiði og nokkrir á Suðurlandsundirlendi.

Reykjanesskagi

Rólegt var á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg.

Norðurland

Innan við 30 skjálftar voru staðsettir á og úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Klukkan 04:03 aðfaranótt 29. janúar hófst skjálftahrina um sjö kílómetrum vestan Flateyjar á Skjálfanda með skjálfta sem var 3,2 að stærð og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið. Engar tilkynningar bárust um að sá stærsti hefði fundist. Nokkrir skjálftar mældust auk þess um fimm kílómetrum SA af Flatey og nokkrir úti fyrir mynni Eyjafjarðar og í Grímseyjarbeltinu.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust undir Bárðarbungu í Vatnajökli og sami fjöldi við Kistufell. Stærsti skjálftinn var rúm tvö stig við Bárðarbungu. Einn skjálfti mældist við austanvert Öskjuvatn. Norðan Fjórðungsöldu á Sprengisandsleið mældust átta skjálftar, sá stærsti 2,5. Í liðinni viku mældist sami fjöldi skjálfta á þessum stað.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 11 skjálftar, nánast allir utan öskjunnar, í vestan- og sunnanverðum jöklinum. Stærstu skjálftarnir voru rúmt stig að stærð. Á Torfajökulssvæðinu mældist rúmur tugur skjálfta, um og innan við eitt stig og tveir við Þórisjökul, sunnan Langjökuls, sem voru rúmlega eitt stig að stærð.

Sigþrúður Ármannsdóttir