Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20130805 - 20130811, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 250 jarðskjálftar mældust í vikunni. Helstu atburðir voru smáhrina á Reykjaneshrygg, áframhaldandi virkni í Öxarfirði og skjálfti sem fannst í Ölfusi á föstudagskvöld. Stærstu skjálftarnir voru um þrjú stig.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust tæplega 20 smáskjálftar. Um tugur skjálfta mældist í Ölfusi, þar af einn sem var tæp þrjú stig og varð á föstudagskvöld, klukkan 20:11. Tilkynningar bárust um að hann hefði fundist í Hveragerði, Flóa og á Selfossi. Á mánudagsmorgni hófst skjálftahrina um 10 kílómetra SSA af Árnesi og stóð hún fram eftir degi. Nokkrir skjálftar tíndust auk þess inn dagana á eftir og urðu alls 20 en virkni hafði verið á þessum stað vikuna á undan. Stærsti skjálftinn var rúm tvö stig. Nokkrir skjálftar mældust einnig á þekktum sprungum á Suðurlandsundirlendi.

Reykjanesskagi

Smáhrina hófst aðfaranótt sunnudags um það bil sex kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Hún stóð yfir fram á morgun og um 20 skjálftar mældust, stærstu um þrjú stig. Rólegt var á Reykjanesskaganum.

Hálendið

Rólegt var í Vatnajökli líkt og vikuna á undan. Fimmtán skjálftar voru staðsettir við Kistufell og mældust þeir allir fyrri hluta vikunnar, sá stærsti 2,1 og var það jafnframt stærsti skjálftinn í jöklinum þessa vikuna. Einn skjálfti mældist við vestari Skaftárketil (1,3) og einn í Skeiðarárjökli (1,0) auk tveggja á svæðinu við Bárarbungu. Fáir og smáir skjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls.

Mýrdalsjökull

Um 50 skjálftar voru staðsettir undir og við Mýrdalsjökul og náði enginn þeirra tveimur að stærð. Meiri hluti þeirra dreifðist jafnt á svæðin vestan Goðabungu, innan Kötluöskjunnar og við Hafursárjökul, um 15 skjálftar á svæði. Auk þess voru nokkrir annars staðar í jöklinum. Stærsti skjálftinn vestan Goðabungu var 1,8, og 1,5 við Hafursárjökul. Mesta virkni innan Kötluöskjunnar var í henni sunnanverðri og við austurbrún hennar og stærsti skjálftinn 1,5. Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,4.

Sigþrúður Ármannsdóttir