Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20130909 - 20130915, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var tíðindalítil, um 180 skjálftar, og eru það heldur færri skjálftar en undanfarnar vikur. Enginn skjálfti náði þremur stigum, smáhrinur urðu í Öxarfirði og við Húsmúla á Hellisheiði.
 

Suðurland

Smáhrina varð við Húsmúla á Hellisheiði. Hún hófst laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt föstudagsins 13. og stóð fram eftir morgni. Tíu smáskjálftar mældust á því tímabili, en 13 í heildina í vikunni. Um tugur smáskjálfta mældist á Hengilssvæðinu og í Ölfusi og annað eins á þekktum sprungum í austurhluta Suðurlandsbrotabeltisins.

Reykjanesskagi

Lítið var um að vera á Reykjanesskaga og -hrygg.

Norðurland

Um 70 skjálftar mældust í Tjörnesbrotabeltinu, allir innan við tvö stig. Tæplega 30 áttu upptök í Öxarfirði, flestir á föstudegi. Fimmtán skjálftar mældust í Grímseyjarbeltinu og rúmlega 20 á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Rólegt var við Mývatn og á svæðinu við Þeistareyki.

Hálendið

Einungis fjórir skjálftar mældust undir Lokahrygg í vestanverðum Vatnajökli en þar var hrina í síðustu viku. Stærsti skjálftinn, 1,6, varð á fimmtudegi og var það jafnframt stærsti skjálftinn í jöklinum í þessari viku. Fáeinir skjálftar mældust við Bárðarbungu og Þórðarhyrnu en engir við Grímsvötn. Þrír skjálftar áttu upptök undir Öræfajökli og er það þriðja vikan í röð sem skjálftar mælast þar.  Tveir smáskjálftar mældust við Öskju og við Herðubreiðartögl mældust 10, stærsti tvö stig.

Mýrdalsjökull

Tæplega 40 jarðskjálftar urðu undir Mýrdalsjökli, rúmur tugur við Goðabungu og Tungnakvíslarjökul í vestanverðum jöklinum, 15 við Hafusárjökul og nokkrir innan Kötluöskjunnar. Allir skjálftarnir voru innan við tvö stig. Einn smáskjálfti var í Eyjafjallajökli, tveir á Torfajökulssvæðinu og sami fjöldi við sunnanverðan Langjökul.

Sigþrúður Ármannsdóttir