Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20131216 - 20131222, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 180 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Flestir (um 21%) mældust í Tjörnesbrotabeltinu. Skjálftarnir sem mældust á landinu og umhverfis það voru af stærðinni Ml -0,8 til 3,1. Alls mældust sjö jarðskjálftar af stærð um eða yfir 2,0. Sá stærsti varð kl. 09:30 þann 19. desember með upptök í Kverkfjöllum í norðanverðum Vatnajökli.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust níu jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,3 til 1, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008. Á Hellisheiði mældust 21 smáskjálftar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust um átta jarðskjálftar. Sá stærsti var af stærðinni Ml 1,2 með upptök um 1 km NNV af Krýsuvík.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 43 jarðskjálftar. Rúmlega sjö jarðskjálftar mældust úti fyrir mynni Eyjafjarðar en 24 voru í Öxarfirði. Stærsti jarðskjálftinn var af stærðnni 2,4 kl. 12:32 þann 20. desember með upptök um 33 km NNA af Siglufirði.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 34 jarðskjálftar – við Bárðarbungu (14), í Kverkfjöllum (12), austur af Hamrinum (eitt) og við Esjufjöll (þrír). Skjálftarnir voru af stærðinni Ml 0 til 3,1.

Mýrdalsjökull

Í 51. viku mældust yfir átta jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml 0,1 til 1. Það var einn jarðskjálfti undir Kötluöskjunni og fjórir jarðskjálftar undir vesturhluta jökulsins. Þrír þessara skjálfta urðu við Hafursárjökul.

Á Torfajökulssvæðinu mældust þrír jarðskjálftar. Stærri skjálftinn þar var Ml 2,1 þann 22. desember kl. 00:11.

Matthew J. Roberts
Hjálp veittu Bergþóra S. Þorbjarnardóttir og Sigþrúður Ármannsdóttir