Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140120 - 20140126, vika 04

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 223 jarðskjálftar og 7 líklegar sprengingar. Tveir stærstu skjálftarnir voru 2,4 að stærð með upptök á Tjörnesgrunni úti fyrir Norðurlandi.

Suðurland

Á Suðurlandinu voru allmargir smáskjálftar allt frá Ölfusinu og austur undir Heklu. Þeir voru allir undir 1 að stærð.

Um 26 smáskjálftar voru við Húsmúla á Hengilssvæðinu. Allir skjálftar á Hengilssvæðinu voru minni en 1 að stærð.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaganum mældust 11 skjálftar. Upptök þeirra voru við Svartsengi, á Krýsuvíkursvæðinu, sunnan Bláfjalla og við Brennisteinsfjöll. Stærsti skjálftinn var 1,8 að stærð með upptök við Svartsengi. Aðrir skjálftar á skaganum voru undir 1 að stærð.

Þrír skjálftar áttu upptök um 6-7 km norðvestur af Eldey á Reykjaneshrygg. Tveir þeirra stærri voru 1,2 að stærð.

Norðurland

Mesta skjálftavirknin var úti fyrir Norðurlandi en þar mældust tæplega 70 jarðskjálftar. Flestir þeirra áttu upptök á Grímseyjarbeltinu milli Grímseyjar og Öxarfjarðar. Tveir stærstu skjálftarnir að stærð um 2,4 voru á því belti við Tjörnesgrunn.

Við Þeistareyki voru 3 jarðskjálftar og svipaður fjöldi við Kröflu og Mývatn. Allir þessir skjálftar voru undir 0,7 að stærð.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul mældust 14 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var 1,1 að stærð þann 26. janúar og var með upptök við Eystri-Skaftárketilinn. Upptök skjálftanna voru aðallega á Lokahrygg og við Þórðarhyrnu. Eftir að hlaupið úr vestari Skaftárkatlinum náði hámarki þá komu fram nokkrar óróahviður á jarðskjálftamælum. Sú stærsta var þann 20. janúar kl. 18 og varaði í rúma hálfa klukkustund. Svona órahviður eru algengar eftir hlaup og orsakast líklega vegna suðu við þrýstingslækkun í katlinum.

Við Öskju og Herðubreið voru 12 jarðskjálftar og var stærsti skjálftinn 0,8 að stærð.
Við Herðubreiðarfjöll mældist skjálfti að stærð 1,5.

Á Bláfellshálsi við Langjökul voru 2 skjálfta. Báðir um 1,3 að stærð.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 21 jarðskjálftar. Þar af voru 12 undir Kötluöskjunni og 6 undir vesturhluta jökulsins. Við Hafursárjökul voru 3 smáskjálftar. Stærstu skjálftarnir voru undir vesturhlutanum og mældust um 1,4 að stærð.

Þrír jarðskjálftar voru á Torfajökulssvæðinu og voru þeir allir undir um eða undir 1 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson