| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20140127 - 20140202, vika 05
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 160 skjálftar mældust í vikunni og var virknin mjög lítil og að mestu með hefðbundnu sniði. Á Tjörnesbrotabeltinu voru um 30 skjálftar og var virknin þar að mestu bundin í þyrpingum rétt norðaustan við Grímsey, í Öxarfirði og í mynni Eyjafjarðar. Við Mýrdalsjökul og við Dyngjuföll mældust um 15 skjálftar á hvorum stað. Einnig heldur viðvarandi virkni við Húsmúla áfram. Stærsti skjálfti sem mældist í vikunni varð kl. 12 þann 1. febrúar og var hann 2,3 að stærð, 3,6 kílómetrum NA af Hamrinum en þar mældust um 10 skjálftar um helgina.
Suðurland
Sáralítil virkni var á Suðurlandi ef frá er talin virknin í Húsmúla sem er með svipuðum hætti og undanfarið.
Reykjanesskagi
Um sex skjálftar mældust við Krýsuvík en að öðru leyti mældist engin virkni á Reykjanesi.
Norðurland
Um 30 skjálftar mældust á Norðurlandi, mestmegnis á Tjörnes-brotabeltinu og var virknin þar að mestu bundin í þyrpingum rétt norðaustan við Grímsey, í Öxarfirði og í mynni Eyjafjarðar.
Hálendið
Virknin á hálendiniu var bundin við hefðbundin svæði. Skjálftar mældust rétt austan við Öskjuvatn og við Herðubreið. Í Vatnajökli var lítil virki í heildina en þó mældist röð af skjálftum um 3,5 kílómetrum NA við Hamarinn þann 1. og 2. febrúar. Þar mældist einnig stærsti skjálfti vikunnar sem varð kl. 12 þann 1. febrúar og var hann 2,3 að stærð. Dýpið á skjálftunum var ekki vel ákvarðað en dýptarbilið var um 2-10 kílómetrar.
Mýrdalsjökull
Rólegt var í og við Mýrdalsjökul. Um 10 skjálftar mældust þar, mest við Goðaland en einnig var virkni við Hafursárjökul og þrír skjálftar innan öskjunnar.
Benedikt Gunnar Ófeigsson