Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140203 - 20140209, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 300 jarðskálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands, auk átta sprenginga. Stærsti skjálfti vikunnar var við Geitlandsjökul, 2,6 að stærð. Talsverð virkni var á Vatnajökulssvæðinu, í Langjökli og í nágrenni Herðubreiðar. Fremur rólegt var undir Mýrdalsjökli.

Reykjanesskagi

Tæplega 25 smáskjálftar mældust á Reykjanesskaga og fjórir á Reykjaneshrygg. Flestir skjálftarnir urðu á þekktum jarðhitasvæðum við Kleifarvatn og Reykjanestá. Enginn skjálfti á skaganum, náði 1,5 stigi. Stærsti skjálftinn á Reykjaneshrygg var 2,4 að stærð þann 5. febrúar kl. 09:58. Smávirkni var líka á jarðskjálftasprungum í Brennisteins- og Bláfjöllum.

Suðurland

Ríflega 25 skjálftar áttu upptök á Hengilssvæðinu, flestir eða rúmlega 10 við Húsmúla. Allir voru þeir innan við 1,5 stig. Nokkrir smáskjálftar urðu í Ölfusi og um 15 á þekktum sprungum á Suðurlandsundirlendinu, meðal annars við Hestfjall og Selsund.

Mýrdalsjökull

Rólegt var á Mýrdalsjökulssvæðinu. Alls voru rúmlega 15 skjálftar staðsettir þar, en enginn náði 1,5 að stærð. Þar af mældust sjö smáskjálftar inni í Kötluöskjunni og nokkrir við Goðaland og Hafursárjökul. Fimm skjálftar urðu á Torfajökulssvæðinu.

Hálendið

  • Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, þar af um helmingur á Lokahrygg milli Hamarsins og Grímsvatna. Nokkrir smáskjálftar urðu við Bárðarbungu, Kistufell og Þórðarhyrnu, þrír í Öræfajökli og einn undir Breiðamerkurjökli. Smávirkni mældist líka við Tungnafellsjökul. Allir skjálftar á Vatnajökulssvæðinu voru innan við tvö stig.
  • Tvær jarðskjálftaþyrpingar mældust í Langjökli. Önnur var með níu skjálftum við Geitlandsjökul, sá stærsti var 2,6 að stærð þann 5. febrúar kl. 22:56. Hin með 30 skjálftum milli Hagavatns og Sandvatns, stæersti skjálftinn þar mældist 2,5 stig þann 9. febrúar kl. 22:57.
  • Um 25 smáskjálftar voru staðsettir við Herðubreið og fimm vestan Herðubreiðartagla, nokkrir smáskjálftar urðu austan Öskju. Vestur af Upptyppingum mældist smáhrina þann 7. febrúar milli 00:35 og 01:00. Níu skjálftar áttu upptök þar á tæplega 17-23 kílómetra dýpi.

    Norðurland

    Um 60 jarðskjálftar voru staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu. Á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu mældust rúmlega 20 skjálftar við Eyjafjarðarál og nokkrir undir Skjálfandaflóa. Á Grímseyjarbeltinu urðu um 15 skjálftar í Öxarfirði og um 10 á sprungum austan Grímseyjar. Nokkrir smáskjálftar áttu upptök á svæðunum við Þeistareyki og Kröflu og einn mældist í Skagafirði. Stærsti skjálftinn á Norðurlandi var við Eyjafjarðarál þann 5. febrúar kl. 00:40 og var hann 2,2 að stærð.

    Martin Hensch