Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140210 - 20140216, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 230 skjálftar mældust í sjöundu viku ársins. Vikan var heldur tíðindalítil, skjálftarnir voru flestir litlir á bilinu -0,5 til 1,5 en þrír skjálftar mældust 2-2,5 að stærð. Tveir skjálftar innan við 1 að stærð mældust 5 km vestan við og 13 km suðvestan við Heklu. Við Jarlhettur suðvestur af Langjökli mældust 25 skjálftar. Á þessum sama stað hafa mælst hrinur á nokkurra ára fresti síðan mælingar hófust á svæðinu um 1991. Skjálftarnir voru innan við 1,8 að stærð. Tæplega 40 skjálftar mældust við og norður af Húsmúla, flestir í smá hrinu sem varð þann 16. febrúar. Stærstu skjálftarnir á svæðinu urðu rúm 1,5 að stærð.

Suðurland

Lítið mældist af skjálftum á Suðurlandi í vikunni. Stærstu skjálftarnir mældust við Haukadal og voru tæplega 1 að stærð.

Reykjanesskagi

Smá hrina með 18 skjálftum mældist í suðvesturhluta Fagradalsfjalls aðfaranótt 14. febrúar. Skjálftarnir voru allir innan við 1,6 stig.

Norðurland

Samtals 18 skjálftar voru staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu. Þeir mældust 0-2,5 að stærð.

Hálendið

Ríflega 20 skjálftar voru staðsettir í Vatnajökli, sá stærsti var 1,5. Einungis tveir skjálftar mældust yfir 1 að stærð og báðir voru staðsettir fáeina kílómetra fyrir norðan Eystri Skaftárketil. 13 smáskjálftar mældust í skriðjöklum syðst í Vatnajökli. Þeir voru á bilinu -0,3 til 0,65 að stærð og tengjast líklega jöklahreyfingum. Á Torfajökulssvæðinu mældust 9 skjálftar, þar af mældust 8 í smá hrinu, þ.e. á 5 klst. tímabili aðfaranótt 11. febrúar. Þeir voru innan við 1,5 að stærð. Við Öskju og Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust 18 skjálftar að stærð 0 - 1,6. Þrír skjálftar mældust á 10-13 km dýpi.

Mýrdalsjökull

28 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli á hefðbundnum stöðum, þ.e. innan öskjunnar, í vesturhluta jökulsins (Krossárjökli) og við Hafursárjökul. Skjálftarnir mældust allir innan við 1,1.

Kristín Jónsdóttir