| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20140217 - 20140223, vika 08
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Fremur rólegt var á landinu í vikunni. Aðeins um 160 jarðskjálftar mældust, allir litlir. Stærsti var 2,0 stig með upptök norðaustan undir Hofsjökli.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu og í Ölfusi mældust 20 skjálftar. Þeir dreifðust um svæðið og voru allir innan við 1,5 stig að stærð.
Á Suðurlandsundirlendinu mældust 12 skjálftar. Upptökin voru á þekktum sprungum. Stærstu voru minni en eitt stig.
Reykjanesskagi
Rúmlega 20 skjálftar mældust á Reykjanesskaga. Smáhrina varð suðsuðaustan Fagradalsfjalls 23. febrúar. Sjö skjálftar mældust á rúmum klukkutíma, allir innan við einn að stærð. Fimm smáskjálftar mældust austnorðaustan við Grindavík, fjórir þeirra 21. febrúar. Þeir voru um og innan við 0,5 að stærð. Á Krýsuvíkursvæðinu mældust fimm smáskjálftar, stærsti 1,3 stig. Við Helgafell mældust tveir smáskjálftar og tveir suður af Bláfjöllum, allir innan við 0,5 stig.
Einn skjálfti mældist út á Reykjaneshrygg við Geirfuglasker. Hann var 1,7 stig að stærð.
Norðurland
Um 30 jarðskjálftar mældust í Tjörnesbrotabeltinu, stærstu 1,5 stig. Um helmingur átti upptök í Öxarfirði. Innan við tug skjálfta var á Grímseyjabeltinu. Nokkrir skjálftar mældust norður af Siglufirði og við Flatey. Einn skjálfti mældist við Grenivík, 1,5 stig.
Í norður gosbeltinu mældust innan við tug skjálfta, flestir við Kröflu. Þeir voru allir um og innan við 0,5 stig.
Hálendið
Skjálftavirkni undir Vatnajökli var lítil og dreifð. Aðeins 14 skjálftar mældust. Upptök þeirra var á hefðbundnum svæðum - við Grímsfjall, Hamarinn og Lokahrygg, við Bárðarbungu, Kistufell og Kverkfjöll. Allir skjálftarnir voru innan við 1,5 að stærð.
Á svæðinu norður af Vatnajökli mældust 16 skjálftar. Upptökin voru við Herðubreið og Herðubreiðartögl, Öskju og undir Kollóttudyngju. Skjálftarnir voru um og minni en eitt stig að stærð.
Einhver skjálftavirkni hélt áfram við Jarðhettur, suðaustan Langjökuls. Þar mældust sjö skjálftar í vikunni, allir innan við tvö stig. Norður af Eiríksjökli mældust tveir skjálftar með fimm mínútna millibili, rétt innan við 1,5 að stærð. Norðaustan undir Hofsjökli mældist einn skjálfti, 2,0 stig.
Mýrdalsjökull
Tuttugu skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, allir minni en eitt stig. Rúmur helmingur átti upptök undir vestanverðum jöklinum, innan við tugur innan Kötluöskju og nokkrir við Hafursárjökul.
Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, innan við 1,5 stig að stærð.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir
25. febrúar 2014