Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140303 - 20140309, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 440 skjálftar voru staðsettir í vikunni og 8 sprengingar. Þann 9. mars kl. 07:30 varð skjálfti að stærð 2,8 með upptök sunnarlega í Kleifarvatni. Jarðskjálftahrina var suðvestan við Herðubreið í byrjun vikunnar og einnig við Húsmúla á Hengilssvæðinu.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust á fjórða tug skjálfta. Flestir þeirra voru við Húsmúlann og þar norður af, sérstaklega fyrrihluta vikunnar. Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð þann 3.3. kl. 01:25 með upptök norður af Húsmúlanum um 4 km vestsuðvestur af Skeggja í Hengli. Alli aðrir skjálftar á svæðinu voru minni en 1 að stærð.

Allmargir smáskjálftar víða um Suðurland. Í Ölfusi, á Skeiðum og í Landsveit.

Þann 3.3. kl. 10:35 var grunnur jarðskjálfti að stærð 0,4 í Heklu. Sama dag kl. 10:18 og daginn eftir kl. 16:23 voru grunnir skjálftar að stærð 0,3 og 0,2 með upptök um 5 km austnorðaustur af Heklu. Þann 8.3. kl. 10:13 var skjálfti að stærð 0,5 um 5 km vestnorðvestur af Heklu.

Reykjanesskagi

Um 35 jarðskjálftar voru á Krýsuvíkursvæðinu og voru þeir nær allir dagana 8.-9. mars. Um morguninn þann 9.3. kl. 07:30 varð jarðskjálfti að stærð 2,8 með upptök sunnarlega í Kleifarvatni. Hann fannst í Hafnarfirði og Reykjavík. Í kjölfarið sama dag fylgdu á fimmta tug skjálfta á því svæði og voru þeir allir undir 2 að stærð.

Þann 4.3. kl. 14:46 var skjálfti að stærð 2,1 með upptök tæplega 8 km norðaustur af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust um 45 skjálftar. Stærstu skjálftarnir voru um 1,6 stærð og áttu þeir upptök úti fyrir mynni Eyjafjarðar og á Tjörnesgrunni. Upptök skjálftanna voru í Eyjafjarðarál, á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu og á Grímseyjarbeltinu frá Grímsey og inn í Öxarfjörð.

Tveir smáskjálfta, báðir minni en 0,8 voru við Þeistareyki og 5 skjálftar allir undir 0,3 að stærð voru við Kröflu.

Laugardagskvöldið þann 8.3. mældust 9 jarðskjálftar um 9 km vestsuðvestur af Ásbyrgi. Stærstu skjálftarnir þar voru um 1,2 að stærð.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul voru 47 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var 2,3 að stærð með upptök um 11 km suðvestur af Kistufelli. Undir norðvestuhluta jökulsins voru upptökin við Kistufell, norðaustur af Bárðarbungu, við Kverkfjöll og um 18 km austsuðaustur af Bárðarbungu en þar mældust þann 7.3. milli kl. 13 og 15 4 djúpir skjálftar. Við Hamarinn vestast á Lokahrygg voru 3 skjálftar.
Tveir smáskjálftar voru í Síðujökli og Skeiðarárjökli. Einnig voru fáeinir smáskjálftar við Grímsvötn og við Öræfajökul.

Við Nýjadal á Sprengisandi mældust 3 djúpir skjálftar þann 5.3. kl. 18:16.

Um 150 jarðskjálftar voru við Öskju og Herðubreið. Þar af voru rúmlega 120 smáskjálftar í skjálftahrinu um 3 km suðvestur af Herðubreið aðallega dagana 3.-4. mars. Stærsti skjáftinn þar var 1,7 að stærð þann 3.3. kl. 22:12. Stærsti skjálftinn við Öskju var 1,9 að stærð þann 3.3. kl. 22:15.

Suðvestan við Langjökul mældust 10 skjálftari bæði við Þórsijökul og norðvestur af Sandvatni. Stærsti skjálftinn var 1,3 að stærð með upptök við Þórisjökul.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust tæplega 30 jarðskjálftar. Þar af áttu 16 skjálftar upptök undir Kötluöskjunni. Stærsti skjálftinn undir jöklinum átti upptök sunnarlega í öskjunni þann 3.3. kl. 20:03 og var 1,6 að stærð. Undir vesturhlutanum voru 7 skjálftar, allir minni en 1,2 að stærð. Þrír smáskjálftar voru undir Hafursárjökli og einnig þrír smáskjálftar þar austur af.

Á Torfajökulssvæðinu voru 5 skjálftar, allir undir 1,1 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson