Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140317 - 20140323, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

258 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni.

Suðurland

Mest var virknin í Húsmúla. Framanaf vikunni var tiltölulega rólegt þar en laugardaginn 22. hófst hrina smáskjálfta þar. Alls urðu skjálftarnir í Húsmúla rúmlega 100 þessa vikuna. Ad ödru leyti var virkni á Suðurlandi fremur lítil. Í Heklu voru staðsettir 3 skjálftar, 0,5-1 að stærð.

Reykjanesskagi

Fáeinir skjálftar stadsettir í og vid Kleifarvatn.

Norðurland

Stærsti skjálfti vikunnar, 2,8, varð upp úr miðnætti 21. mars úti fyrir Gjögurtá. Að öðru leyti var virkni ekki mjög mikil úti fyrir Norðurlandi, alls um 20 skjálftar.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust margir en smáir skjálftar í og við Skeiðarárjökul. Þeir er allir erfiðir að staðsetja og staðsetning því ekki mjög nákvæm. 2 skjálftar mældust í grennd við Skaftárkatlana, 4 nálægt Hamrinum og einn suður af Kistufelli.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust um 30 skjálftar. Flestir voru í Goðabungu, fáeinir við upptök Tungnakvíslarjökuls og 6 innan Kötluöskjunnar.

Pálmi Erlendsson