Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140428 - 20140504, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 1.800 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Búið er að yfirfara um 800 jarðskjálfta. Flestir (um 72%) mældust í stórri jarðskjálftahrinu við Herðubreiðartögl, um 20 km norðaustur af Öskjuvatni. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu -0,8 til 4,0. Sá stærsti varð kl. 01:24 þann 4. maí við Herðubreiðartögl. Alls mældust fimm jarðskjálftar af stærð um eða yfir 3,0. Að auki mældust þrjár sprengingar eða líklegar sprengingar við vinnusvæði og/eða námur.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust 25 jarðskjálftar á stærðarbilinu -0,6 til 0,8, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008. Á Hellisheiði mældust 22 smáskjálftar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust um tíu jarðskjálftar. Sá stærsti var að stærð 1,5 með upptök um 5,5 km norðaustur af Krýsuvík.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 79 jarðskjálftar. Þar af voru sjö jarðskjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar en 33 voru í Öxarfirði. Stærsti jarðskjálftinn var af stærðinni 2,3 kl. 19:53 þann 3. maí með upptök um 24 km norðaustur af Siglufirði.

Hálendið

Snemma á laugardaginn 3. maí hófst jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl og mældust yfir 800 jarðskjálftar stærri en 0 í hrinunni fram til mánudags. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var að stærð 4,0, kl. 01:24 þann 4. maí. Hann fanst í Jökuldal og á Akureyri. Afstæðar staðsetningar skjálftanna við Töglin sýna að skjálftarnir eru á næstum lóðréttu N-S brotaplani eða plönum á um 4-6 km dýpi. Brotlausnir stærstu skjálftanna sýna hægri-handar sniðgengishreyfingu. Fyrri jarðskjálftahrinur við Herðubreið og Herðubreiðartögl hafa að jafnaði verið á NA-SV brotaplönum með strikstefnu á bilinu 30°-50° austan við norður og með vinstri-handar sniðgengishreyfingu. Jarðskjálftahrinan núna er ein sú öflugasata um árabil.

Undir Vatnajökli mældust 34 jarðskjálftar – við Bárðarbungu (9), í Kverkfjöllum (2), austur af Hamrinum (12) og við Esjufjöll (eitt). Skjálftarnir voru af stærðinni Ml 0 til 1,5.

Mýrdalsjökull

Í 18. viku mældust yfir 19 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml -0,5 til 1,2. Þar af voru níu jarðskjálftar undir Kötluöskjunni og fimm jarðskjálftar undir vesturhluta jökulsins.

Matthew J. Roberts
Aðstoð veitti Bergþóra Þorbjarnardóttir og Gunnar B. Guðmundsson
7. maí 2014