Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140512 - 20140518, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Staðsettir hafa verið 1050 jarðskjálftar í vikunni. Áframhald var á snörpum skjálftahrinum undir Herðubreiðartöglum og á Reykjaneshrygg. Einnig var talsverð hrina í norðanverðri Bárðarbungu, stærsti skjálftinn sem mældist í vikunni varð þar klukkan 14:41 á föstudag, 3,7 að stærð. Nokkrir tugir lítilla skjálfta mældust á Skjálfanda, um miðja vegu milli Húsavíkur og Flateyjar.

Suðurland

Við Húsmúla mældust 13 jarskjálftar, M0,6 eða minni. Annars staðar á suðurlandi mældust þrír tugir skjálfta, sá stærsti varð undir Hestfjalli klukkan 17:55 á laugardagskvöld, 1,4 að stærð.

Reykjanesskagi

Hrina skjálfta suður af Geirfugladrangi hélt áfram, þar mældust 85 skjálftar, þar af tveir rúmlega 3 að stærð og tuttugu M2 eða stærri. Í nágrenni Keilis mældust sex skjálftar, flestir á föstudag.

Norðurland

Á vestanverðum Skjálfanda, um miðja vegu milli Húsavíkur og Flateyjar mældust 77 jarðskjálftar.Sjö þeir stærstu voru á bilinu M1 til M1,4. Annarsstaðar á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 40 skjálftar.

Hálendið

Um 550 jarðskjálftar mældust í nágrenni Herðubreiðartagla og Herðubreiðar. Sá stærsti mældist 2,7 að stærð, klukkan 9:53 að morgni þriðjudags. Dýpi uptaka flestra skjálftanna mælist nærri sjö km. Átta jarðskjálftar mældust við austurströnd Öskjuvatns. Undir norðurhlíð Bárðarbungu mældust um 120 jarðskjálftar, sá stærsti varð klukkan 14:41 á föstudag, 3,7 að stærð. Fjórir jarðskjálftar mældust undir og sunnan við Langjökul. Þrjátíu jarðskjálftar mældust undir verstanverðum Kverkfjöllum, flestir á miðvikudag. Sá stærsti mældist M1,7 klukkan 14:29. Um þrjátíu jarðskjálftar mældust annarsstaðar undir Vatnajökli, flestir litlir.

Mýrdalsjökull

Um tuttugu skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, álíka margir innan Kötlu öskjunnar og undir Goðalandsjökli.

Einar Kjartansson