Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140526 - 20140601, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 359 skjálftar. Virkni var enn viðvarandi við Herðubreiðartögl, Bárðarbungu og Kverkfjöll en heldur dró úr henni samanborið við síðustu tvær vikur. Allir skjálftar á þessum slóðum voru litlir (undir ML 2 að stærð). Stærsti skjálfti vikunnar mældist aðeins ML 2,2 að stærð og varð úti á Reykjaneshrygg þann 29. maí.

Suðurland

Lítil skjálftavirkni mældist á Suðurlandi, um 30 skjálftar voru staðsettir þar, þar af sjö við Húsmúla.

Reykjanesskagi

Aðeins tíu skjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga og fimm úti á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Á Tjörnesbrotabeltinu var skjálftavirknin frekar dreifð, þar voru hátt í 50 skjálftar staðsettir. Á annan tug skjálfta mældust við Kröflu og í nágrenni Mývatns og við Bæjarfjall (Þeistareyki) voru átta skjálftar staðsettir.

Hálendið

Enn dró úr skjálftavirkni norðan Bárðarbungu, þar voru tæplega 60 skjálftar staðsettir þessa vikuna, allir um og undir ML 1,7 að stærð. Þá voru átta skjálftar staðsettir við Kverkfjöll. Sömu sögu er að segja af Herðubreiðartöglum, þar dró einnig úr virkninni, um 100 skjálftar voru staðsettir þar og við Öskju. Einn skjálfti mældist undir vestanverðum Langjökli og þrír sunnan Hagavatns.

Mýrdalsjökull

Um 30 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli og í nágrenni hans, þar af voru 14 vestan Goðabungu, sjö innan öskjunnar og fjórir við Hafursárjökul. Fimm skjálftar voru einnig staðsettir á Torfajökulssvæði.

Sigurlaug Hjaltadóttir