Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140609 - 20140615, vika 24

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 440 skjálftar voru staðsettir í vikunni.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu varð hrina um 40 skjálfta 13. júní. Upptökin voru vestan við Skeggja og skjálftarnir allir um og minni eitt stig. Við Ölkelduháls mældist um tugur skjálfta, stærsti tvö stig. Á annan tug smáskjálfta (innan við eitt stig) mældist á Krosssprungu, sem hrökk í maí 2008.
Á Suðurlandsundirlendinu mældist innan við tug skjálfta um og minni en einn að stærð. Upptökin voru á þekktum sprungum.

Reykjanesskagi

Á Reykjaneshrygg mældust tæplega 20 jarðskjálftar. Einn varð við Eldey en hinir við Geirfugladrang. Stærsti var rúmlega tvö stig. Rúmlega 20 skjálftar mældust á Reykjanesskaga. Flestir urðu á Krúsuvíkursvæðinu og við Fagradalsfjall. Austast á skaganum mældust þrír skjálftar við Bláfjöll. Allir skjálftar á skaganum voru minni en tvö stig.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust um 60 jarðskjálftar. Um 20 áttu upptök í Öxarfirði. Þann 9. júní urðu sjö skjálftar austan Grímseyjar, stærsti 2,1. Við Flatey á Skjálfanda mældust 15 smáskjálftar minni en 1,5 stig. Úti fyrir mynni Eyjafjarðar urðu um 15 skjálftar, stærsti tvö stig. Nokkrir smáskjálftar mældust við Þeistareyki og Kröflu, um og innan við einn að stærð.

Hálendið

Hátt í 100 skjálftar mældust undir og við Vatnajökul. Yfir 40 áttu upptök undir Bárðarbungu, stærsti 1,7 stig. Nokkur skjálftavirkni var við Kistufell og Kverkfjöll, allir um og innan við einn að stærð. Nokkrir smáskjálftar mældust á Lokahrygg og við Þórðarhyrnu. Smáskjálftar dreifðust einnig milli Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls. Nokkrir skjálftar um og innan við einn að stærð mældust norðan Fjórðungsöldu á Sprengisandi.
Í vestara gosbeltinu urðu aðeins fjórir skjálftar. Tveir urðu 13. júní undir vestanverðum Hofsjökli, af stærð 1,8 og 2,2. Einn smáskjálfti var staðsettur sunnan við Skjaldbreið (0,6) og einn undir Þórisjökli (1,4).

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust um 60 skjálftar. Svipaður fjöldi átti upptök innan og austan við Kötluöskju og undir vestanverðum jöklinum. Stærstu skjálftarnir voru um 1,5 stig. Nokkrir skjálftar við austur barm öskjunnar voru staðsettir á miklu dýpi eða um 20 kílómetra. Um tugur smáskjálfta (minni en 0,5) urðu við Hafursárjökul sunnan öskjunnar. Einn smáskjálfti varð undir Eyjafjallajökli.
Á Torfajökulssvæðinu voru hátt í 40 skjálftar staðsettir. Stærstu voru 1,9 stig. Erfitt er að staðsetja skjálfta innan Torfajökulsöskjunnar þar sem skjálftabylgjurnar eru oft óskýrar. Það útskýrir dreifðar staðsetningar.

Sara Barsotti