Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140616 - 20140622, vika 25

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 250 jarðskjálftar mældust með SIL jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Flestir eða um 27% þeirra mældust í Tjörnesbrotabeltinu. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu Ml -0,7 til 3,0. Sá stærsti varð kl. 23:56 þann 18. júní á Reykjaneshrygg, um 50 km suðvestur af Fuglaskerjum. Alls mældust fimm jarðskjálftar um eða yfir Ml 2,5 að stærð. Að auki mældust nokkrar sprengingar eða líklegar sprengingar við vinnusvæði og/eða námur.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust 19 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,4 til 0,7, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008. Á Hellisheiði mældust 18 smáskjálftar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust 31 jarðskjálftar. Sá stærsti var að stærð Ml 1,9 með upptök um 4,5 km norðaustur af Grindavík.

Tæplega átta jarðskjálftar voru á Reykjaneshrygg, flestir við Fuglaskerin. Sá stærsti varð kl. 23:56 þann 18. júní með upptök um 50 km suðvestur af Fuglaskerjum.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 70 jarðskjálftar. Þar af voru fjórir jarðskjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar en 44 voru í Öxarfirði. Stærsti jarðskjálftinn var að stærð Ml 2,6, kl. 13:06 þann 17. júní með upptök um 9 km suðvestur af Kópaskeri.

Hálendið

Undir vestanverðum Langjökli voru fjórir jarðskjálftar, sá stærsti var Ml 1,2 að stærð.

Undir Vatnajökli mældust 37 jarðskjálftar, flestir við Bárðarbungu, Kistufell og norðurbrún Dyngjujökuls. Skjálftarnir voru af stærðinni Ml -0,3 til 1,5.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli og voru þeir á stærðarbilinu Ml 0 til 2.8. Þar af voru 15 jarðskjálftar undir Kötluöskjunni og níu jarðskjálftar undir vesturhluta jökulsins.

Í 25. viku mældust þrír djúpir jarðskjálftar á um 24 km dýpi undir austurhluta Kötluöskjunnar, um 5 km norðaustur af Hábungu. Djúpir jarðskjálftar hafa mælst áður á sömu slóðum undanfarin ár. Í vikunni var einnig Mlw 3,2 jarðskjálfti rétt norðan við miðja öskjunnar. Þetta er með stærri jarðskjálftum innan öskjunnar síðan haustið 2012.

Matthew J. Roberts