Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140714 - 20140720, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 400 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálfti vikunnar mældist í skjálftahrinu í Kötluöskjunni þann 15. júlí kl. 11:01 og var hann 3,1 að stærð. Alls áttu um 140 smáskjálftar upptök á Mýrdalsjökulssvæðinu. Auk þess var talsverð smáskjálftavirkni undir Vatnajökli, tæplega 110 skjálftar mældust þar.

Reykjanesskagi

Fremur rólegt var á Reykjanesi. Aðeins um 15 skjálftar mældust á sprungum og jarðhitasvæðum milli Reykjanestáar og Bláfjalla. Allir voru þeir innan við 1,5 að stærð.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu áttu ríflega 15 smáskjálftar upptök við Húsmúla og nokkrir við Hrómundartind og við Skeggja í Hengli. Á Suðurlandsundirlendinu mældust um 20 skjálftar á þekktum jarðskjálftasprungum milli Ölfuss og Vatnafjalla, enginn þeirra náði 1,5 að stærð.

Mýrdalsjökull

  • Jarðskjálftahrina átti upptök við sigketil nr. 6 undir suðvestanverðri Kötluöskjunni um ellefuleytið þann 15. júlí. Alls voru tæplega 50 jarðskjálftar staðsettir þar, sá stærsti mældist 3,1 að stærð kl. 11:01. Mikið dró úr virkninni inni í Kötluöskjunni í lok vikunnar, aðeins nokkrir smáskjálftar urðu undir norðanverðri öskjunni. Á mánudagskvöld mældust tveir djúpir smáskjálftar sunnan Austmannsbungu á tæplega 25 kílómetra dýpi. Utan Kötluöskjunnar voru rúmlega 25 skjálftar staðsettir við Goðabungu og um 20 við Hafursárjökul. Auk þess mældust nokkrir ísskjálftar í Kötlu- og Entujöklum.
  • Um 15 skjálftar hafa verið staðsettir á Torfajökulssvæðinu, allir innan við tvö stig. Virknin þar er líkilega tengd jarðhita, mun fleiri litlir skjálftar sáust á mælitækjum í kringum Torfajökul, en var ómögulegt reyndist að staðsetja þá.

    Hálendið

  • Ríflega 40 jarðskjálftar voru staðsettir austan og suðaustan Bárðarbungu á svipuðum slóðum og virkni hefur verið undanfarnar vikur. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð þann 18. júlí. Hlutfallslega var minni virkni þar en vikurnar á undan. Nokkrir smáskjálftar urðu við Kistufell og Kverkfjöll, einn við Grímfjall, sex djúpir skjálftar mældust norðaustan Grímsvatna. Auk þess áttu um 50 smáskjálftar upptök í suðvestanverðum Vatnajökli. Engin merki er um hlaup úr Skaftárkötlum og hugsanlega er því um ísskjálftavirkni í tengslum við mikla úrkomu og tiltölulega háan lofthita á svæðinu að ræða.
  • Um 15 smáskjálftar mældust um 5 km austan Öskju, smávirkni var líka við Herðubreiðartögl. Þrír skjálftar voru við Langjökul og einn vestan Blöndulóns.

    Norðurland

    Rólegt var á Norðulandi. Um 40 jarðskjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu, þar af flestir í Öxarfirði, og um 10 á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Allir voru þeir innan við 1,5 að stærð. Sex smáskjálftar mældust við Þeistareyki og tveir við Kröflu.

    Martin Hensch