Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20141103 - 20141109, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 750 jarðskjálftar mældust í vikunni, þar af um 500 í Bárðarbungu. Tveir skjálftar voru yfir M5 að stærð, annar með upptök við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar og hinn við suðurbrún hennar.

Suðurland

Fáir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu og í Ölfusi og allir minni en einn að stærð.
Á Suðurlandsundirlendi urðu einnig fáir skjálftar og smáir, stærstu um eitt stig.

Reykjanesskagi

Engir skjálftar mældust með upptök á Reykjanesskaga. Á Reykjaneshrygg mældust sjö skjálftar, þrír þeirra yfir þrjá að stærð.

Norðurland

Rúmlega 50 skjálftar voru staðsettir norður af landinu í Tjörnesbrotabeltinu. Flestir áttu upptök í Öxarfirði eða 40, stærstu 2,2 stig. Suðaustur af Grímsey urðu 10 skjálftar um helgina, stærsti 2,4 stig.
Tveir skjálftar mældust við Kröflu og tveir við Þeistareyki. Þeir voru innan við einn að stærð.

Hálendið

Sigið í Bárðarbungu heldur áfram og mældust um 500 skjálftar tengdir því. Tveir skjálftar voru yfir M5 að stærð, 5,2 og 5,4 stig, og um 60 milli 3 - 5 stig. Um 70 smáskjálftar mældust í kvikuganginum, allir minni en tvö stig að stærð.
Nokkrir smáskjálftar mældust við eystri Skaftárketil og við Grímsvötn. Skjálftar mældust einnig undir suðvestur Vatnajökli, suðaustan Háubungu og við Pálsfjall.
Fáir skjálftar mældust við Öskju, en yfir 60 við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Stærstu voru 2,2 stig. Mesta virknin var 7. og 8. nóvember með upptök suðaustan Herðubreiðar.
Einn skjálfti mældist í vestur gosbeltinu. Hann var 1,5 stig með upptök suðaustan Skjaldbreiðar.

Mýrdalsjökull

Um tugur skjálfta mældist með upptök í Kötluöskju í Mýrdalsjökli, stærsti rúmlega tvö stig. Aðeins einn skjálfti varð undir vestanverðum jöklinum, um einn að stærð.
Nyrst í Torfajökulsöskjunni, við Landmannalaugar, mældust tveir skjálftar 1,3 og 2,1 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir