| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20141124 - 20141130, vika 48
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í viku 48 mældust um 750 skjálftar. Upptök um 75% skjálftanna voru undir norðvestanverðum Vatnajökli í tengslum við áframhaldandi sig í Bárðarbungu og eldgos í Holuhrauni. Stærðarbil skjálftanna var frá M0 til M5,4. Stærsti skjálftinn varð 24. nóvember kl. 09:03 við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Hann fannst á Akureyri.
Suðurland
Ellefu skjálftar urðu á Suðurlandsundirlendinu, á stærðarbilinu M0,9 - 1,9. Mest var um eftirskjálftavirkni að ræða á sprungum sem brotnuðu árin 2000 og 2008.
Reykjanesskagi
Aðeins fimm skjálftar mældust á Reykjanesskaga, stærsti M2,4.
Norðurland
Um 40 jarðskjálftar mældust í Tjörnesbrotabeltinu, rúmlega 30 í Öxarfirði. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu M0,4 - 2,7.
Hálendið
Yfir 530 jarðskjálftar urðu í og við Bárðarbungu og 60 í kvikuinnskotinu sem nær að gosstöðvum í Holuhrauni. Um 30 skjálftar voru á stærðarbilinu M3-4 og yfir 20 stærri en fjögur stig.
Um 20 skjálftar áttu upptök undir Tungnafellsjökli, um 23 kílómetra norðvestan miðju Bárðarbunguöskjunnar. Stærstu voru um tvö stig.
Yfir 30 skjálftar mældust á Dyngjufjallasvæðinu, þ.e. við Herðubreið, Herðubreiðartögl og Öskju. Stærstu skjálftarnir á svæðinu voru M1,5 við Herðubreið.
Í vikunni mældust tæplega 20 smáskjálftar undir Högnhöfða, um 11 kílómetra vestan við Geysi, stærsti M2,0. Fimm skjálftar mældust undir Skjaldbreið, stærsti M2,2.
Mýrdalsjökull
Innan við tugur skjálfta mældist undir Mýrdalsjökli, stærstu um eitt stig.
Matthew J. Roberts, Bergþóra S. Þorbjarnardóttir og Sigþrúður Ármannsdóttir