| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20141208 - 20141214, vika 50

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Rúmlega 800 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni og meira en 80 prósent þeirra átti upptök við Bárðarbungu og nágrenni. Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu mældist 4,9 að stærð þann 9.12. kl. 18:00. Yfir 40 jarðskjálftar voru á stærðarbilinu 4-5 og um 80 á stærðarbilinu 3-4. Í norðurhluta kvikugangsins voru um 80 jarðskjálftar, allir undir 2 að stærð. Þann 12. desember var jarðskjálftahrina við Vífilsfell og voru stærstu skjálftarnir 2,7 og 2,5 að stærð og í hrinunni mældust um 30 skjálftar.
Suðurland
Fáeinir smáskjálftar í Flóanum, í Holtum og í Landsveit, allir undir 1,1 að stærð.
Á Hengilssvæðinu voru 8 skjálftar og sá stærsti um 0,9 stig.
Reykjanesskagi
Um 7 jarðskjálftar mældust við Eldey á Reykjaneshrygg. Flestir voru þann 10.12. og stærsti skjálftinn var 2,1.
Þann 14.12. mældist skjálfti að stærð 2,2 um 10 km suðvestur af Geirfugladrangi.
Þrír skjálftar voru á Reykjanesinu á Reykjanesskaga, sá stærsti 1 að stærð. Á Krýsuvíkursvæðinu voru 4 skjálftar, allir undir 0,9 stigum.
Jarðskjálftahrina við Vífilsfell hófst eftir hádegi þann 12.12. og stóð fram á næsta morgun. Stærsti skjálftinn mældist 2,7 stig í upphafi hrinunnar kl. 14:01 og sá næststærsti var 2,5 að stærð kl. 14:15. Um 22 skjálftar mældust í hrinunni.
Tveir smáskjálftar um 0,5 stig mældust einnig sunnan við Bláfjöll.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi mældust 20 skjálftar, nær allir á Grímseyjarbeltinu, frá Grímsey og inn í Öxarfjörð. Stærsti
skjálftinn mældist 2,2 stig með upptök í Öxarfirði.
Stakir skjálftir voru við Þeistareyki og Kröflu, báðir undir 0,9 að stærð.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust um 680 jarðskjálftar. Flestir þeirra eða tæplega 580 skjálftar áttu
upptök í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn mældist 4,9 stig þann 9.12. kl. 18:00 við norðurbrún öskjunnar.
Yfir 40 jarðskjálftar voru á stærðarbilinu 4-5 og um 80 á stærðarbilinu 3-4. Í norðurhluta
kvikugangsins voru um 80 jarðskjálftar, allir undir 2 að stærð. Við Tungnafellsjökul voru 13 jarðskjálftar,
sá stærsti 2,7 að stærð þann 14.12. kl. 15:00.
Við Herðubreið og Töglin mældust um 35 jarðskjálftar, allir undir 2 að stærð.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 18 jarðskjálftar. Þar af voru 11 undir Kötluöskjunni, 6 undir vesturhlutanum og
einn skjálfti við Hafursárjökul. Stærsti skjálftinn mældist 2,7 stig þann 14.12. kl. 04:27 með upptök
við Austmannsbungu.
Bergþóra, Gunnar, Martin og Sigþrúður