| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20150112 - 20150118, vika 03

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Rúmlega átta hundrað jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Flestir skjálftanna eða um 460 þeirra áttu upptök í Bárðarbungu. Þar mældist stærsti skjálftinn 4,8 að stærð þann 18.1. kl. 22:27, með upptök við norðausturjaðar öskjunnar. Skjálftahrina með rúmlega 20 skjálftum var um 2-3 km vestur af Landmannalaugumum um morguninn þann 17. janúar.
Suðurland
Mjög lítil skjálftavirkni var á Hengilssvæðinu.
Um 15 smáskjálftar voru á Suðurlandsundirlendinu sem dreifðust frá Ölfusi
og austur undir Heklu. Stærsti skjálftinn var 1,3 að stærð með upptök
við ströndina í Þykkvabæ.
Einn smáskjálftii, minni en 0 að stærð var við suðvesturöxl Heklu þann 18.1. kl. 08:31
og tveir skjálftar voru við Vatnafjöll, sá stærri um 1 að stærð.
Reykjanesskagi
Smáskjálftahrina var um 3-4 km vestur af Reykjanestá um kvöldið þann 16.1. Í allt
mældust 6 skjálftar og sá stærsti var 1,1 að stærð. Einn skjálfti að stærð 1,6 var
við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg þann 15.1.
Við Krýsuvík mældust 13 jarðskjálftar og voru þeir allir minni en 1 að stærð.
Tveir smáskjálftar voru við Vífilsfell, báðir minni en 0,5.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi mældust um 20 jarðskjálftar. Upptök þeirra voru úti fyrir
mynni Eyjafjarðar, á Flateyjargrunni og á Grímseyjarbeltinu, aðallega í Öxarfirði.
Þeir voru allir undir 2 að stærð.
Í Fljótum í Skagafirði voru 2 skjálftar, sá stærri rúmlega 2 að atærð.
Við Kröflu voru 5 skjálftar, sá stærsti 1 að stærð og við Þeistareyki mældist einn
smáskjálfti um 0 að stærð.
Hálendið
Rúmlega 560 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli og nágrenni.
Meginhluti þeirra eða um 460 var í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn þar
mældist 4,8 að stærð þann 18.1. kl. 22:27 með upptök við norðausturbrún öskjunnar.
Um 42 skjálftar voru á stærðarbilinu 4 til 4,8 og svipaður fjöldi á stærðarbilinu 3 til 4.
Í kvikuganginum mældust um 105 jarðskjálftar og voru þeir allir minni en 2 að stærð.
Við Tungnafellsjökul mældust um 40 jarðskjálftar, flestir þann 13.1. og mældist þá
stærsti skjálftinn þar 3,1 að stærð kl. 13:17.
Þrír skjálftar voru á Lokahrygg. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 (Mlw) að stærð þann
14.1. kl. 12:32 með upptök við Eystri Skaftárketilinn.
Undir Öræfajökli mældist skjálfti að stærð 1,3 þann 17.1. Sex aðrir skjálftar allir
undir 1 að stærð mældust einnig við Öræfajökulinn. Þeir mældust einungis á 2 mælistöðvum.
Um 50 jarðskjálftar voru við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl. Stærsti skjálftinn
mældist 2,3 að stærð þann 14.1. kl. 09:57, með upptök við Herðubreið.
Þann 15.1. frá kl. 03:37 til um 03:50 mældust nokkrir djúpir skjálftar norðaustur af Öskju.
Tveir skjálftar voru í Geitlandsjökli, sá stærri 1,6 að stærði og tveir skjálftar voru
einnig um 5 km suðaustur af Skjaldbreið og sá stærri var 1,5 að stærð.
Þann 16.1. kl. 08:49 mældist skjálfti að stærð um 2 með upptök um 3 km vestur af Blöndulóni.
Einnig mældist skjálfti við Djúpagilsvatn milli Hofsá og Austari Jökulsá í Skagafirði.
Hann var 1,5 að stærð.
Mýrdalsjökull
Tæplega 20 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Flestir þeirra eða um 13 áttu
upptök undir Kötluöskjunni, aðallega sunnan og austan til í henni. Stærsti skjálftinn
þar var um 1,3 að stærð. Fjórir skjálftar voru undir vestanverðum jöklinum. Sá stærsti
1,9 að stærð með upptök vestan við Entujökul. Einn smáskjálfti var við Hafursárjökul.
Á Torfajökulssvæðinu var skjálftahrina um 2-3 km vestur af Landmannalaugum um morguninn
þann 17. janúar. Í allt mældust 22 skjálftar í hrinunni og stærsti skjálftinn mældist 2,5 (Mlw)
þann morgun kl. 10:28. Brotlausn skjálftans sýnir sniðgengislausn.
Gunnar B. Guðmundsson