Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150119 - 20150125, vika 04

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 660 jarðskjáftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, þar af langflestir eða um 340 við Bárðarbungu og um 120 í kvikuganginum. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,9 að stærð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Skjálftavirkn­in í kringum Bárðarbungu er enn talsverð, en þó hefur mikið dregið úr því und­an­farn­ar vik­ur. Auk þess mældust smáhrinur við Tungnafellsjökul og austan Vífilsfells á Reykjanesi. Um 20 jarðskjálftar áttu upptök undir Mýrdalsjökli, sá stærsti var 2,3 að stærð í Kötluöskjunni.

Reykjanesskagi

Smáhrina varð austan Vífilsfells þann 22. janúar. Alls voru um 15 jarðskjálftar staðsettir þar, allir innan við 1,5 stig. Tæplega 10 skjálftar mældust við Krýsuvík, sá stærsti var 2,1 að stærð þann 22. janúar kl. 03:39. Auk þess urðu nokkrir smáskjálftar við Brennisteinsfjöll og sunnan Bláfjalla.

Suðurland

Fremur rólegt var á Hengilssvæðinu, aðeins sjö smáskjálftar voru staðsettir milli Þingvallavatns og Ölfuss. Enginn þeirra náði 1 stig. Á Suðurlandsundirlendinu mældust sex skjálftar, sá stærsti var 1,2 að stærð. Einn 1,1 stiga skjálfti átti upptök í Heklu þann 22. janúar kl. 00:59.

Mýrdalsjökull

Um 15 jarðskjálftar mældust í Kötluöskjunni, sá stærsti var 2,3 að stærð þann 21. janúar kl. 16:06. Auk þess voru 5 smáskjálftar staðsettir við Goðabungu og einn í Torfajökli.

Hálendið

  • Tæplega 340 jarðskjálftar voru staðsettir við Bárðarbunguöskjuna, þar af voru 24 stærri en 4 að stærð og 82 á bilinu 3 - 4. Stærsti skjálfti á norðurbrún öskjunnar mældist 4,9 að stærð þann 24. janúar kl. 07:25 og á suðurbrún 4,7 að stærð þann 20. janúar kl. 10:32. Um 120 skjálftar áttu upptök í kvikuganginum, sá stærsti var 2,1 að stærð þann 23. janúar kl. 00:31. Flestir skjálftarnir við kvikuganginn voru staðsettir milli Dyngjujökuls og gosstöðvanna, en nokkrir litlir skjálftar hafa þó mælst nær Bárðarbungu. Auk þess mældust sjö smáskjálftar við Skaftárkatlana, einn í Hamrinum og einn undir Öræfajökli.
  • Smáhrina varð við Tungnafellsjökul þann 23. og 24. janúar. Alls voru rúmlega 30 jarðskjálftar staðsettir þar, sá stærsti var 2,4 að stærð.
  • Fjórir skjálftar mældust vestur af Geysi og einn á Hveravöllum. Allir voru þeir minni en 2 að stærð. Um 35 skjálftar urðu á svæðunum við Öskju og Herðubreið, en enginn þeirra náði tveimur stigum.

    Norðurland

    Ríflega 35 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, þar af um 20 á Grímseyjarbeltinu, 10 við Eyjafjarðarál og fimm í Skjálfandaflóa. Stærsti skjálfti vikunnar átti upptök á Tjörneshrygg og var hann 2,2 að stærð þann 19. janúar kl. 22:47. Auk þess voru fimm skjálftar staðsettir við Kröflu og einn á svæðinu við Þeistareyki.

    Martin Hensch