Þessa vikuna voru staðsettir 490 skjálftar hafa verið staðsettir.
Meirihluti þeirra, eða tæplega 300, urðu
á umbrotasvæðinu við norðanverðan Vatnajökul.
Stærsti skjálfti vikunnar varð þar við Bárðarbungu norðanverða kl. 21:45 þann 29. janúar,
Mlw 4,6 að stærð. Í kvikuganginum voru staðsettir á sjöunda tug skjálfta, sá stærsti varð að kvöldi 1. febrúar, Mlw 1,7 að stærð.
Rétt fyrir kl. 20:00 að kvöldi 29. janúar varð skjálfti af stærð Mlw 3,2 við Grindarskörð,
suðaustan Helgafells við Hafnarfjörð. Skjálftans varð vart í Hafnarfirði Garðabæ og Kópavogi.
Hrina 30 skjálfta varð við Geirfugladrang, úti af Reykjanesi. Stærstu skjálftarnir þar
voru af stærð 3,0 og 3,2 29. og 30. janúar.
Suðurland
Stöku skjálftar mældust í Suðurlandsbrotabeltinu, en fleiri á Hengilssvæði. Flestir þeirra urðu
við Húsmúla og Hveradali.
Reykjanesskagi
Fimmtudagskvöldið 29. janúar (kl. 19:47) varð skjálfti af stærð 3,2 við Grindarskörð, sunnan
Hafnarfjarðar. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Rúmlega 20 eftirskjálftar
hafa verið staðsettir þar. Einnig mældust skjálftar við Krýsuvík og Vífilsfell (þar mældist
hrina í síðustu viku).
Norðurland
Flestir skjálftarnir mældust úti í Öxarfirði en einnig mældust skjálftar sunnan Grímseyjar,
við Fljótin, og nærri Dalvík. Einn skjálfti mældist við Kröflu og þrír við
Bæjarfjall v/Þeistareyki.
Hálendið
Um 290 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu (um 220), kvikuganginn (62 skjálftar, stærstur
Mlw 1,7) og Tungnafellsjökul (átta skjálftar, stærstur Mlw 1,9). Sex skjálftar voru um og yfir
fjórir að stærð, sá stærsti Mlw 4,6, og 15 skjálftar á milli 3 og 4 að stærð.
Tveir skjálftar mældust við Grímsvötn að morgni 1. febrúar, báðir um Mlw 1,2 að stærð.
Þá mældist einn skjálfti í norðanverðum Síðujökli og einn í norðanverðum Skeiðarárjökli.
Fjórir skjálftar mældust við SV-verðan Langjökul (í Geitlandsjökli og vestan Þórisjökuls).
Hrina smáskjálfta varð við Herðubreiðartögl og stöku skjálfti var einnig staðsettur við Öskju í
Dyngjufjöllum.
Mýrdalsjökull
Mjög lítil virkni mældist í Mýrdalsjökli, aðeins fjóriri skjálftar, þrír þeirra við
Goðabungu, einn innan öskjunnar.