Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150216 - 20150222, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 470 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, þar af um 140 við Bárðarbungu og um 160 í kvikuganginum. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,3 að stærð þann 19. febrúar kl. 01:26 á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Á Mýrdalsjökulssvæðinu mældust rúmlega 20 skjálftar, sá stærsti var 3,3 að stærð þann 21. febrúar kl. 02:26 undir vestanverðri Kötluöskjunni.

Reykjanesskagi

Fremur rólegt var á Reykjanesi í vikunni. Fjórir jarðskjálftar, stærsti 2,2 að stærð, mældust á Reykjaneshrygg, um tíu smáskjálftar áttu upptök á þekktum sprungum á jarðhitasvæðum milli Reykjanestáar og Bláfjalla.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust sex skjálftar við Húsmúla og fimm við Hrómundartind, allir innan við 1,5 að stærð. Lítil virkni var á jarðskjálftasprungum á Suðurlandsundirlendinu, aðeins sex smáskjálftar voru staðsettir þar.

Mýrdalsjökull

Grunnur jarðskjálfti af stærð 3,3 átti upptök undir vestanverðri Kötluöskjunni þann 21. febrúar kl. 02:26. Fimm eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,2 stig. Sama dag mældist djúp hrina sunnan Austmannsbungu. Um 10 skjálftar voru staðsettir þar frá klukkan 16:11 til 16:14 á 13-20 kílómetra dýpi, allir innan við 1,5 að stærð. Djúpur hrinur hafa áður mælst á svipuðum slóðum og tengjast líklega kvikuhreyfingum. Auk þess urðu nokkrir smáskjálftar undir sunnanverðri Kötluöskjunni, við Goðaland og einn í Eyjafjallajökli.

Hálendið

  • Alls voru um 140 jarðskjálftar staðsettir við Bárðarbungu, þar af langflestir á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Stærsti skjálftinn mældist þann 19. febrúar kl. 01:26 og var hann 4,3 að stærð. Auk þess urðu sex skjálftar stærri en 3. Rúmlega 160 skjálftar mældust í kvikuganginum, en enginn þeirra náði tveimur stigum. Þrír djúpir skjálftar (16-19 kílómetra dýpi) mældust suðaustan Bárðarbungu, þar sem kvikugangurinn beygir til nordausturs.
  • Um 15 skjálftar mældust á svæðinu við Öskju, rúmlega 30 við Herðubreið og fjórir við Tungnafellsjökul. Smávirkni var við Grímsfjall og undir Skeiðarájökli.

    Norðurland

    Á Grímseyjarbeltinu, úti fyrir Norðurlandi, voru rúmlega 15 jarðskjálftar staðsettir, þar af flestir í Öxarfirði. Um tylft skjálfta átti upptök á Húsavíkur-Flateyjarbeltinu. Auk þess mældust nokkrir smáskjálftar við Þeistareyki og Kröflu, og einn á Tröllaskaga. Enginn skjálfti á Norðurlandi var stærri en 1,6 stig.

    Martin Hensch