Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150427 - 20150503, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 730 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, þar af um þriðjungur við Bárðarbungu og í kvikuganginum undir Dyngjujökli. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2,9 að stærð norðaustan Grímseyjar, þar sem skjálftahrina átti upptök þann 27. og 28. april. Auk þess urðu rúmlega 40 smáskjálftar á Mýrdalsjökulssvæðinu og smáhrinur á Reykjanesi, við Húsmúla og við Öskju. Tvær djúpar hrinur mældust undir Kötlu og suðaustan Bárðarbungu.

Reykjanesskagi

Um 40 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesi, þar af þrír á Reykjaneshrygg og restin á þekktum sprungum og jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Allir voru þeir innan við 2 að stærð. Smáhrina var norðan Krýsuvíkur þann 28. apríl.

Suðurland

Tæplega 40 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, þar af flestir í smáhrinu við Húsmúla. Stærstu skjálftar þar voru 2,2 að stærð þann 29. apríl kl. 10:35 og kl. 10:46. Fremur rólegt var á Suðurlandsundirlendinu, um 15 smáskjálftar voru staðsettir á þekktum sprungum milli Þrengsla og Selsunds, en enginn þeirra náði 1,5 að stærð.

Mýrdalsjökull

Alls voru rúmlega 40 jarðskjálftar staðsettir undir Mýrdalsjökli, um 15 þeirra við Goðaland og tæplega 30 inni í Kötluöskjunni. Djúp hrina átti upptök á 18-24 km dýpi þann 1. maí milli kl. 11:00 og 11:10, stærsti skjálftinn þar mældist 2,0 að stærð kl. 11:02. Auk þess mældust um 10 skjálftar á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti var 2,5 að stærð þann 27. apríl kl. 23:15.

Hálendið

  • Ríflega 190 jarðskjálftar mældust í kvikuganginum undir Dzngjujökli, sá stærsti var 1,6 að stærð. Um 30 skjálftar urðu við Bárdarbunguöskjuna, sá stærsti var 2,6 að stærð þann 29. apríl kl. 15:22. Um 25 djúpir skjálftar urðu í hrinu þann 1. maí milli kl. 19:35 og 19:55 suðaustan Bárðarbungu, þar sem kvikugangurinn beygir til norðausturs.
  • Um 15 skjálftar áttu upptök við Grímsvötn, sex undir Síðujökli og nokkrir undir sunnan- og suðaustanverðum Vatnajökli. Allir voru þeir innan við 1 stig.
  • Jarðskjálfti af stærð 2,2 mældist í Öskju þann 2. maí kl. 10:10 og um 30 smáskjálftar fylgdu í kjölfarið. Auk þess áttu tæplega 20 skjálftar upptök á norðvesturbrún Öskju, allir innan við 2 stig. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 25 smáskjálftar.
  • Á Langjökulssvæðinu voru þrír skjálftar staðsettir við Hafrafell, einn undir Vestri-Hagafellsjökli og einn undir Leiðarjökli.

    Norðurland

    Rúmlega 150 jarðskjálftar voru staðsettir á Grímseyjarbeltinu, þar af flestir í hrinu norðaustan Grímseyjar, sem stóð yfir frá 27. til 30. apríl. Stærsti skjálftinn þar mældist 2,9 að stærð þann 28. apríl kl. 05:40. Á Húsavíkur-Flateyjarmisgengi urðu um 40 skjálftar, sá stærsti var 2,3 að stærð þann 29. apríl kl. 13:04 við Eyjafjarðarál. Auk þess mældust nokkrir smáskjálftar á svæðinum við Þeistareyki og Kröflu.

    Martin Hensch