| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20150518 - 20150524, vika 21

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 466 jarðskjálftar og 9 sprengingar eða liklegar sprengingar. Eins og undanfarið þá áttu flestir skjálftanna upptök undir norðvesturhluta Vatnajökuls en þar mældust rúmlega 200 skjálftar. Stærsti skjálftinn í vikunni var 2,7 að stærð með upptök úti fyrir mynni Eyjafjarðar.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu mældust 2 smákjálftar við Húsmúlann, báðir um 0,2 að stærð.
Tæplega 10 skjálftar voru við Hveradali. Flestir þann 23.5. og mældist stærsti skjálftinn 1,8 (Ml).
Fjórir skjálftar voru við Ölkelduháls, sá stærsti 1,7 stig.
Tæplega 10 smáskjálftar voru í Ölfusinu. Allir minni en 0,2 að stærð.
Fjórir smáskjálftar voru sunnan við Hestfjall og fimm skjálftar með upptök austur í Landsveit.
Sá stærsti þar var 1,3 að stærð.
Tveir smáskjálftar voru þann 18. og 19. maí með uppptök um 5 km og 8 km norðaustur af Heklu.
Þeir voru 0,2 og 0,3 að stærð.
Reykjanesskagi
Á norðanverðum Reykjaneshryggnum mældust 9 jarðskjálftar. Stærstu skjálftarnir voru um 2,3 að stærð.
Á Krýsuvíkursvæðinu á Reykjanesskaga voru 5 skjálftar og stærstu skjálftarnir voru um 1 að stærð (Ml).
Fimm skjálftar mældust í Lambafellshrauni um 3-4 km suðvestur af Þrengslum. Sá stærsti var 1 að stærð (Ml).
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi á svonefndu Tjörnesbrotabelti mældust 43 jarðskjálftar. Upptök skjálftanna voru
úti fyrir mynni Eyjafjarðar, við Gjögur, í Grímseyjarsundi og á svonefndui Grímseyjarbelti, frá Grímsey og inn í Öxarfjörð.
Stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð með upptök úti fyrir mynni Eyjafjarðar þann 22.5. kl. 13:01.
Tveir smáskjálftar voru við Þeistareyki og um 8 smáskjálftar við Víti. Einnig voru 2 smáskjálftar
í nágrenni Reykjahlíðar.
Tveir skjálftar voru norður á Kolbeinseyjarhrygg, annar um 25 km norður af Kolbeinsey en hinn um 85 km norðan við hana.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust 243 jarðskjálftar. Þar af voru tæplega 50 skjálftar undir Bárðarbungu og rúmlega 150 skjálftar
í kvikuganginum. Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu var um 1,6 að stærð og þeir stærstu í kvikuganginum um 1,5 að stærð.
Skjálftar mældust einnig á Lokahrygg, við Grímsvötn, við Vött, í Skeiðarárjökli og við Skaftafellsjökul.
Við Öskju og Herðubreið mældust 30 jarðskjálftar. Allir skjálftarnir voru undir 1,6 að stærð.
Einn skjálfti mældist í Langjökli, einn undir norðausturhluta Hofsjökjuls og einn norðan við Hofsjökul.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 53 jarðskjálftar. Þar af voru um 10 undir vesturhluta jökulsins og um 33 undir austurhluta
Kötluöskjunnar. Tæplega 10 skjálftar undir austurhlutanum voru á yfir 20 km dýpi og mældust þeir þann 20.5. milli
kl. 05:37 og 05:43. Stærsti skjálftinn mældist 2,6 (Mlw) í þessari hviðu og jafnframt undir öllum jöklinum. Um 8 grunnir smáskjálftar voru við Huldujökul.
Um 18 skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Stærsti skjálftinn þar var 1,6 að stærð (Mlw).
Gunnar B. Guðmundsson