| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20150601 - 20150607, vika 23
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Tæplega 600 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Af þeim voru um 275 undir og við Vatnajökul og þar af um 160 þeirra í kvikuganginum. Allir skjálftar undir Vatnajökli voru undir 2 að stærð en stærstu skjálftarnir undir landinu voru um 2,3 að stærð.
Suðurland
Um 30 skjálftar voru á Hengilssvæðinu. Flestir þeirra áttu upptök við Húsmúlann við Hellisheiðarvirkjun dagana
5. og 6. júní. Sá stærsti með upptök um 3 km norðvestur af Húsmúlanum mældist 1,3 af stærð en allir
hinir voru minni en 0.8 að stærð (Ml). Einnig voru nokkrir skjálftar við Ölkelduháls. Sá stærsti 1,3 stig (Ml).
Á Suðurlandinu mældust tæplega 30 jarðskjálftar. Upptök þeirra voru í Ölfusinu, í Flóanum, í Holtum og Landsveit.
Stærsti skjálftinn mældist 1,3 af stærð með upptök suðvestur af Hestfjalli í Flóanum.
Reykjanesskagi
Um 15 jarðskjálftar voru á norðanverðum Reykjaneshryggnum allt frá um 50 km suðvestur
af Eldeyjarboða og norður fyrir Geirfuglasker. Stærstu skjálftarnir voru um 2,3 af stærð (Ml).
Einnig voru um 12 skjálftar við Reykjanestána, aðallega þann 3. júní og var sá stærsti af stærð 1,8 (Ml).
Fjórir smáskjálftar voru við Grindavík og þar norður af.
Tæplega 20 skjálftar voru á Krýsuvíkursvæðinu. Flestir þeirra voru með upptök við Sveifluhálsinn og því eftirhreytur
úr skjálftahrinunni þann 29. maí. Stærsti skjálftinn þar mældist 2,1 stig.
Einn skjálfti af stærð 2,2 (Mlw) var við Brennisteinsfjöll þann 7.6. kl. 23:42.
Norðurland
Tæplega 55 jarðskjálftar voru úti fyrir Norðurlandi. Tólf þeirra áttu upptök í Eyjafjarðarál og sá stærsti þar var 2,1 af stærð. Einnig mældust á fjórða tug skjálfta á svonefndu Grímseyjarbelti, frá Grímsey og inn í Öxarfjörð. Sá stærsti var 1,6 stig. Fáeinir skjálftar voru á Husavíkur-Flateyjarmisgengi.
Fjórir skjálftar voru um 10-17 km norður af Kolbeinsey og einn um 100 km norður af Kolbeinsey. Sá stærsti 2,3 af stærð.
Fáeinir smáskjálftar voru við Þeistareyki og Mývatn.
Hálendið
Undir og við Vatnajökjul mældust 274 jarðskjkálftar. Þar af voru um 50 skjálftar undir Bárðarbungu og mældist
stærsti skjálftinn þar 1,8 Mlw. Í kvikuganginum voru rúmlega 160 skjálftar og sá stærsti þar var 1,9 Mlw.
Fáeinir skjálftar voru á Lokahrygg og við Grímsvötn. Einnig var dreif af skjálftum við Skeiðarárjökul og Skaftafellsjökjul.
Nokkrir smáskjálftar áttu upptök í og við Öreæfajökul en flestir þeirra mældust einungis á tveimur mælistöðvum og því getur
staðsetning þeirra verið ónákvæm. Einn djúpur skjálfti var á Sprengisandi, suðvestur af Tungnafellsjökli.
Rúmlega 50 skjálftar áttu upptök við Herðubreið og Öskju. Stærsti skjálftinn var 2,2 af stærð (Mlw) sem átti upptök norður af Öskju en allir aðrir voru undir 1,2 Mlw.
Þann 6. og 7. júní mældust 6 jarðskjálftar með upptök milli Uxarhryggjar og Oksins í Borgarfirði. Þeir voru á stærðarbilinu
0,8 til 1,2 (Ml). Nokkrir tugir skjálfta mældust á þessu svæði í byrjun árs 1996.
Mýrdalsjökull
Rúmlega 50 skjálftar voru undir Mýrdalsjökli. Þar af voru 10 undir vestuhlutanum en flestir hinna
voru undir Kötluöskjunni. Stærsti skjálftinn mældist 2,1 stig og var hann undir miðri öskjunni.
Einn smáskjálfti var undir Eyjafjallajökli þann 7.6. kl. 19:45 og mældist hann 0,2 stig.
Um 20 skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Flestir þeirra voru við Torfajökul og stærsti skjálftinn mældist 1,4 stig.
Gunnar B. Guðmundsson