Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150608 - 20150614, vika 24

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 730 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Hrina var á Reykjaneshrygg um 5 kílómetrum suðvestan Eldeyjar og mældust um 200 skjálftar þar, sá stærsti var 3,9 að stærð. Tæplega 250 skjálftar áttu upptök á Vatnajökulssvæðinu, þar af langflestir í ganginum undir Dyngjujökli og við Bárðarbunguöskjuna. Auk þess urðu tvær smáhrinur á Suðurlandsbrotabeltinu, í Ölfusi og norðaustan Árness. Fremur rólegt var undir Mýrdalsjökli í vikunni.

Reykjanesskagi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg um 5 kílómetra suðvestur af Eldey þann 11. júní, alls mældust tæplega 200 skjálftar þar. Stærsti skjálfti var 3,9 að stærð kl. 03:40 og auk þess voru sjö skjálftar af stærð 3,0 eða stærri. Fremur rólegt var á Reykjanesskaga, níu smáskjálftar urðu í kringum Reykjanestá og nokkrir við Krýsuvík og Fagradalsfjall. Enginn þeirra náði tveimur stigum.

Suðurland

Rúmlega 30 skjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu, þar af flestir við Þrengsli og í smáhrinu í Ölfusi þann 11. júní. Á Suðurlandsundirlendinu mældust um 20 skjálftar á þekktum jarðskjálftasprungum milli Ölfuss og Selsunds, sá stærsti var 2,9 að stærð við Mástungu norðaustan Árness.

Mýrdalsjökull

Rólegt var undir Mýrdalsjökli. Aðeins um 25 smáskjálftar mældust þar, allir innan við 1,5 að stærð. Flestir urðu inni í Kötluöskjunni og nokkrir við Goðabungu. Á Torfajökulssvæðinu mældust 10 skjálftar og einn smáskjálfti átti upptök undir Heklu.

Hálendið

  • Jarðskjálfti af stærð 3,3 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunar þann 10. júni kl. 19:13 og er það stærsti skjálfti á því svæði frá goslokum í Holuhrauni. Auk þess urðu um 50 skjálftar við Bárðarbunguöskjuna og tæplega 150 í ganginum.
  • Þann 14. júní kl. 19:45-19:55 mældist djúp hrina við Kverkfjöll á tæplega 25-30 kílómetra dýpi. Þann 14. júní kl. 00:29 varð skjálfti, 2,0 að stærð, með upptök milli Skaftákatlanna. Alls mældust rúmlega 15 smáskjálftar á þessu svæði og suður af kötlunum. Nokkrir skjálftar voru líka staðsettir við Grímsfjall og við Skeiðarájökul.
  • Nokkrir skjálftar mældust suðaustan Skjaldbreiðar, einn við Hveravelli og einn í Borgarfirði.

    Norðurland

    Stærsti skjálfti úti fyrir Norðurlandi mældist þann 13. júni kl. 02:59 á Kolbeinseyjarhrygg og var hann 2,3 að stærð. Um 30 skjálftar urðu á Grímseyjarbeltinu, 15 við Eyjafjarðarál og fáeinir á Húsavikur-Flateyjarbeltinu. Tæplega 10 smáskjálftar voru staðsettir á Þeistareykjum og við Kröflu, enginn þeirra náði 1,5 stigi.

    Martin Hensch