| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20150615 - 20150621, vika 25
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
í
Tæplega 450 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, þar af um 100 í ganginum undir Dyngjujökli og rúmlega 30 við Bárðarbunguöskjuna. Stærsti skjálfti vikunnar mældist á Torfajökulssvæðinu þann 18. júní kl. 19:11 og var hann 2,4 að stærð. Fremur rólegt var undir Mýdalsjökli, ríflega 20 smáskjálftar áttu upptök þar en enginn þeirra var stærri en 1,5 að stærð.
Reykjanesskagi
Nokkrir smáskjálftar mældust á þekktum sprungum og jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga, við Krýsuvík og Bláfjöll. Um tíu skjálftar urðu við Reykjanestá, allir innan við 1,5 stig. Aðeins fimm skjálftar voru staðsettir á Reykjaneshrygg.
Suðurland
Fremur rólegt var á Hengilssvæðinu, fjórir smáskjálftar áttu upptök í Hveradölum og einn við Hrómundartind. Á Suðurlandsundirlendinu mældust um 15 skjálftar á sprungum milli Ölfuss og Selsunds, allir minni en 1,5 að stærð.
Mýrdalsjökull
Tæplega 20 skjálftar voru staðsettir á Mýrdalsjökulssvæðinu, þar af um helmingur inni í Kötluöskjunni og átta við Goðaland. Enginn þeirra náði 1,5 að stærð. Jarðskjálfti af stærð 2,4 varð við Torfajökul þann 18. júní kl. 19:11 og alls mældust sex skjálftar á því svæði. Einn smáskjálfti var undir Eyjafjallajökli og einn við Heklu.
Hálendið
Tæplega 100 jarðskjálftar mældust í ganginum undir Dyngjujökli, sá stærsti var 1,6 að stærð þann 17. júní kl. 08:27. Um 30 skjálftar voru staðsettir á öskjubrún Bárðarbungu, allir innan við 1,5 stig.
Smáskjálftavirkni var við Grímsfjall og í kringum Skaftárkatlanna. Aukin órói mældist þar um helgina í kjölfar hlaupsins.
Sjö jarðskjálftar urðu á Veiðivatnasvæðinu milli 15. og 17. júní, allir voru þeir minni en 1 að stærð. Rúmlega 40 skjálftar áttu upptök við Öskju og Herðubreið.
Norðurland
Rólegt var á Norðurlandinu. Um 30 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu, þar af flestir í Eyjafjardarál. Nokkrir smáskjálftar urðu á Þeistareykjum og í Kröflu.
Kristín Jónsdóttir, Sigþrúður Ármannsdóttir og Martin Hensch