Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150622 - 20150628, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru um 420 jarðskjálftar staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands. Fjöldi skjálfta mælist enn í ganginum undir Dyngjujökli og við Bárðarbunguöskjuna, en upptök tæplega 200 skjálfta voru þar. Stærsti skjálfti vikunnar, 2,7 stig, varð úti fyrir mynni Eyjafjarðar.

Reykjanesskagi og -hryggur

Á annan tug skjálfta mældist á þekktum sprungum og jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Þeir voru dreifðir um svæðið og allir minni en eitt stig. Á Reykjaneshrygg mældust 11 skjálftar, allir innan við 2,5 stig að stærð.

Suðurland

Um 20 skjálftar urðu á Hengilssvæðinu og í Ölfusi, stærstu um eitt stig. Á Suðurlandsundirlendinu mældust um 10 skjálftar, flestir á sprungu vestan við Selsund. Þeir voru allir minni en 1,5 stig.

Mýrdalsjökull og nágrenni

Um 25 skjálftar mældust með upptök undir Mýrdalsjökli, allir minni en 1,5 stig. Svipaður fjöldi varð undir vestanverðum jöklinum og innan Kötluöskju. Tæpur tugur skjálfta mældist á Torfajökulssvæðinu, allir minni en 1,5 stig.

Hálendið

Skjálftavirkni heldur áfram við Bárðarbunguöskju og í ganginum undir Dyngjujökli. Yfir 120 skjálftar mældust í ganginum og 75 við Bárðarbunguöskju. Stærstu skjálftarnir við Bárðarbungu voru túmlega tvö stig, en í ganginum náði enginn skjálfti 1,5 stigum. Nokkrir smáskjálftar mældust undir Grímsvötnum, við Kverkfjöll og einn á Lokahrygg austan Hamarsins. Nokkrir dreifðir smáskjálftar mældust norðan Skeiðarárjökuls og við Esjufjöll. Allir voru minni en eitt stig að stærð.
Við Tungnafellsjökul var nokkur smáskjálftavirkni, stærstu skjálftarnir um eitt stig.
Rúmlega 40 skjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl urðu 30 skjálftar, stærsti 2,0 stig með upptök við Töglin. Um tugur skjálfta var dreifður í kringum Öskju, stærsti 1,1 stig.

Norðurland

Um 60 jarðskjálftar mældust með upptök í Tjörnesbrotabeltinu norður af landinu. Stærsti var 2,7 stig, staðsettur úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Flestir skjálftarnir urðu á nokkrum afmörkuðum svæðum á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu.
Fáeinir smáskjálftar mældust á Kröflusvæðinu og við Þeistareyki, allir minni en 0,5 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir, 29. júní 2015