Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150713 - 20150719, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 340 jarðskjálftar mældust með SIL jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Flestir eða um 35% þeirra mældust í kvikuganginum undir Dyngjujökli og við Bárðarbungu. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu Ml -1,0 til 3,1. Sá stærsti varð kl. 05:16 þann 13. júlí á Reykjaneshrygg, um 300 km suðsuðvestur af Fuglaskerjum. Alls mældust sex jarðskjálftar um eða yfir Ml 2,0 að stærð.

Suðurland

Á suðurlandsundirlendinu mældust 22 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml 0,6 til 0,9, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008. Á Hellisheiði mældust níu smáskjálftar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust 14 jarðskjálftar. Sá stærsti var að stærð Ml 1,4 með upptök um 2 km norður af Krýsuvík.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 64 jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn var að stærð Ml 2,6, kl. 12:41 þann 14. júlí með upptök um 15 km austur af Grímsey.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul mældust 121 jarðskjálftar. Þar af voru um 41 skjálftar við Bárðarbunguöskjuna og um 80 skjálftar í kvikuganginum, allir innan við 1,6 að stærð. Enn dregur úr jarðskjálftavirkninni við Bárðarbunguöskjuna og í kvikuganginum.

Rúmlega 31 skjálftar voru við Herðubreið, Töglin og Öskju. Flestir þeirra voru við Herðubreið.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli og voru þeir á stærðarbilinu Ml -0,8 til 1.4. Þar af voru 24 jarðskjálftar undir Kötluöskjunni og sex jarðskjálftar undir vesturhluta jökulsins.

Matthew J. Roberts, Bryndís Gísladóttir, Hildur Friðriksdóttir og Salóme Bernharðsdóttir.