| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20150720 - 20150726, vika 30

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir um 475 jarðskjálftar og 2 líklegar sprengingar. Stærsti skjálftinn á landinu mældist 2,8 að stærð þann 26.7. kl. 10:24 með upptök við Hestfjall á Suðurlandi. Smá skjálftahrinur voru meðal annars við Reykjanestá og norðaustur af Grímsey.
Suðurland
Á fjórða tug skjálfta mældust á Suðurlandsundirlendinu. Stærsti skjálftinn mældist 2,8 (Mlw) að stærð
þann 26.7. kl. 10:24 og átti hann upptök við Hestfjall en þar var skjálftahrina með um 10 skjálfta milli
kl. 10 og 12.
Annars dreifðust aðrir smáskjálftar allt frá Ölfusi og austur undir Heklu.
Einn skjálfti um 1 að stærð varð undir suðuröxl Heklu þann 23.7. kl. 03:05 og 3 smáskjálftar í Vatnafjöllum.
Tæplega 15 skjálftar voru á Hengilssvæðinu. Tveir stærstu skjálftarnir voru um 2 að stærð þann 26.7. kl. 02:32 og 02:33 og
áttu þeir upptök við Ölkelduháls. Þeir fundust vægt í Hveragerði. Fáeinir smáskjálftar voru við Húsmúlann
Reykjanesskagi
Rúmlega 20 skjálftar áttu upptök norðarlega á Reykjaneshryggnum, allt frá Fuglaskjerjunum og norður fyrir Eldey.
Stærsti skjálftinn mældust 2,4 að stærð þann 23.7. kl. 07:56 með upptök norður af Eldey.
Við Reykjanestá mældust 25 skjálftar, sá stærsti 1,7 að stærð.
Um 20 aðrir skjálftar mældust á Reykjanesskaganum og voru flestir þeirra með upptök á Krýsuvíkursvæðinu.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi mældust tæplega 70 jarðskjálftar. Flestir skjálftanna eða rúmlega 20 áttu upptök
um 10 km norðaustur af Grímsey í skjálftahrinu þar þann 26.7. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2,1 að stærð.
Einnig voru nokkrir skjálftar norðarlega í Eyjafjraðarál þann sama dag.
Nokkur skjálftadreifð var einnig í Öxarfirði, sunnarlega í Eyjafjarðarál og við Flatey.
Nokkrir smáskjálftar mældust við Víti og á Þeistareykjum.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust um 160 jarðskjálftar. Flestir þeirra eða um 90 áttu upptök í kvikuganginum en
tæplega 30 við Bárðarbunguöskjuna. Stærstu skjálftarnir í ganginum voru um 1,1 að stærð og í öskjunni um 2 að stærð.
Fjórir skjálftar voru á Lokahrygg. Sá stærsti við eystri Skaftárketilinn þann 21.7. kl. 04:53, 2,3 að stærð.
Fáeinir skjálftar mældust einnig við Tungnafellsjökul.
Við Öskju og Herðubreið voru rúmlega 25 skjálftar. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega 1 að stærð.
Við norðausturbrún Hofsjökuls voru 2 skjálftar. Þeir voru af stærð (Mlw) 0,6 og 0,8.
Einn skjálfti um 1 að stærð var í suðvestanverðum Langjökli, við Hagafell.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 34 jarðskjálftar. Þar af voru 11 undir vesturhlutanum en flestir hinna undir öskjunni.
Stærstu skjálftarnir á þessum svæðunum voru um 2 að stærð (Mlw). Skjálftarnir undir öskjunni voru flestir seinni hluta
vikunnar.
Einn smáskjálfti var undir suðurhlíðum Eyjafjallajökuls.
Tæplega 50 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Staðsetning mjög margra þeirra er ekki nákvæm.
Upptök þeirra eru líklega flest við Kaldaklofsfjöll og Torfajökulinn.
Stærstu skjálftarnir voru um 1,9 að stærð (Mlw).
Gunnar B. Guðmundsson,Bryndís Gísladóttir, Hildur Friðriksdóttir og Salóme Bernharðsdóttir.
2015-07-27