| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20150727 - 20150802, vika 31

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 480 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Skjálftahrina var við Grímsey og mældist
stærsti skjálftinn þar 2,8 stig. Skjálftahrina var einnig um 10 km suðvestur af Eldeyjarboða þann 1.8
og mældist stærsti skjálftinn þar um 3 stig.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu mældust einungis 3 skjálftar, allir undir 0,6 að stærð.
Tveir þeirra voru á Nesjavöllum og einn við Húsmúla.
Tæplega 30 jarðskjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu. Stærsti skjálftinn
mældist 1,6 að stærð (Mlw) þann 29.7. kl. 03:42 með upptök í FLóanum um 4 km vestur af Þjórsárbrú.
Upptök flestra skjálftanna voru í Ölfusi, sunnan við Hestfjall, í Holtum og Landsveit.
Einn skjálfti af stærð 0,7 mældist við suðuröxl Heklu þann 31.7. kl. 08:47.
Reykjanesskagi
Þann 1.8. frá kl. 19 og fram undir miðnætti mældust 10 skjálftar með jupptök um 10-13 km
suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 2,8 (Mlw) að stærð kl. 21:13.
Einnig mældust 2 aðrir skjálftar um 2,3-2,4 að stærð við Eldeyjarboða þann 27.7.
Tæplega 10 skjálftar áttu upptök við Reykjanestána, sá stærsti 1,8 að stærð (Mlw).
Fáeinir smáskjálftar voru á Krýsuvíkursvæðinu. Einnig voru 3 smáskjálftar við Brennisteinsfjöll og Bláfjöll, allir undir 0,5 að stærð.
Norðurland
Um 180 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Þar af áttu
rúmlega 130 þeirra upptök um 10 km austur og norðaustur af Grímsey. Flestir þeirra voru
dagana 27.,30. og 31. júlí. Stærsti skjálftinn þar var 2,8 að stærð þann 27.7. kl. 09:34.
Um 16 jarðskjálftar áttu upptök norðarlega í Eyjafjarðarál. Stærsti skjálftinn þar mældist 2,7 að stærð
þann 27.7. kl. 20:30 en flestir skjálftanna þar voru á þeim degi. Fjórir skjálftar mældust um 10 km norður
af Kolbeinsey og var sá stærsti 2,5 að stærð.
Skjálftar mældust einnig úti fyrir mynni Eyjafjarðar, í Skjálfandaflóa og inn í Öxarfirði.
Nokkrir smáskjálftar voru við Víti og Þeistareyki.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust 165 jarðskjálftar. Í ganginum mældust 65 skjálftar og var
stærsti skjálftinn þar 1,5 að stærð. Við Bárðarbungu voru innan við 30 jarðskjálftar og
sá stærsti var 1,8 að stærð. Við Tungnafellsjökul voru um 10 skjálftar.
Fáeinir skjálftar mældust einnig á Lokahrygg og í og við Grímsvötn.
Tveir skjálftar áttu upptök um 5 km austur af Trölladyngju og voru á rúmlega 20 km dýpi.
Báðir voru innan við 1 að stærð.
Rúmlega 30 jarðskjálftar áttu upptök við Herðubreið. Stærsti skjálftinn var tæplega 2 að stærð.
Við Öskju mældust 6 skjálftar, allir undir 1 að stærð.
Við Blöndulón mældust 10 jarðskjálftar dagana 31.7 til 2.8. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð (Mlw)
þann 1.8. kl. 11:55. Hinir voru á stærðarbilinu 1,3 til 2,0.
Mýrdalsjökull
Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Þar voru 4 undir vesturhlutanum en allir hinir
undir Kötluöskjunni. Stærstu skjálftarnir voru um 1,8 stig og áttu þeir upptök undir öskjunni.
Einn skjálfti að stærð 1,2 var undir Eyjafjallajökli.
Tæplega 20 skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Stærsti skjálftinn mældist 1,9 stig þann 28.7. kl. 13:40
og átti hann upptök um 8 km suður af Landmannalaugum. Allir aðrir voru undir 1,2 stigum. Upptök margra
skjálftanna er ekki vel ákvörðuð.
Jarðvakt Bryndís Gísladóttir, Gunnar B. Guðmundsson, Hildur Friðriksdóttir, Matthew J. Roberts og Salóme Bernharðsdóttir