Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150817 - 20150823, vika 34

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir rúmlega 350 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var 2,7 stig og átti hann upptök í Tjörnesgrunni rúmlega 20 km norður af Mánáreyjum. Áfram dregur úr skjálftavirkninni við Bárðarbungu og nágrenni en þar voru um 90 skjálftar. Fimm skjálftar mældust á Arnarvatnsheiði, sá stærsti 1,8 að stærð.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust um 10 jarðskjálftar. Af þeim voru 3 skjálftar við Húsmúlann við Hellisheiðarvirkjun og flestir hinna voru við Reykjadal norður af Hveragerði. Stærsti skjálftinn mældist 1,4 að stærð með upptök um 4 km norður af Hveragerði.

Á Suðurlandsundirlendinu mældust rúmlega 40 jarðskjálftar. Upptök þeirra voru í Ölfusi, við Hestfjall, í Holtum og í Landsveit. Stærstu skjálftarnir voru um 1,5 að stærð með upptök í Hestfjallinu.
Þrír skjálftar um 1 að stærð áttu upptök um 7 km norðaustur af Heklu þann 18. og 19. ágúst og einn skjálfti um 1 að stærðvarð rétt norður af Heklu þann 22. ágúst.

Reykjanesskagi

Á norðanverðum Reykjaneshrygg voru 5 jarðskjálftar. Þar af voru 3 við Geirfugladrang. Stærsti skjálftinn var 2 að stærð með upptök um 35 km suðvestur af Eldeyjarboða.

Um 25 skjálftar áttu upptök á Reykjanesskaganum. Upptök þeirra voru norðan við Grindavík, á Krýsuvíkursvæðinu og við Vífilsfell. Stærstu skjálftarnir voru um 1,1 að stærð.

Norðurland

Á fjórða tug jarðskjálfta voru úti fyrir Norðurlandi. Upptök flestra skjálftanna voru á Grímseyjarbeltinu, frá Grímsey og inn í Öxarfjörð. Stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð þann 18.8. kl. 07:22 og átti hann upptök rúma 20 km norður af Mánáreyjum.

Við Þeistareyki voru 6 smáskjálftar og sunnan við Víti og við Mývatn voru 8 smáskjálftar. Þeir voru allir undir 1,1 að stærð.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul mældust 112 jarðskjálftar. Þar af voru tæplega 60 í norðanverðum kvikuganginum og tæplega 30 undir Bárðarbungu. Allir skjálftar í kvikuganginum voru minni en 1,2 og sá stærti í Bárðarbungu var 2,1 að stærð.
Einnig mældust jarðskjálftar á Lokahrygg, í Grímsvötnum og við Öræfajökul.
Þrír skjálftar mældust á yfir 20 km dýpi með upptök um 5 km norðaustur af Kverkfjöllum.

Rúmlega 10 smáskjálftar voru við suðausturhörn Öskju. Þeir voru allir undir 0,4 að stærð.
Við Herðubreið og Töglin voru tæplega 30 jarðskjálftar, allir undir 1,6 að stærð. Einnig voru tveir skjálftar við Hrúthálsa, sá stærri 2,0 að stærð.

Fimm skjálftar mældust á Arnarvatnsheiði 17. og 18. ágúst. Stærsti skjálftinn var 1,8 að stærð þann 18.8. kl. 00:46.
Tveir skjálftar voru undir Geitlandsjökli í Langjökli, sá stærri 1,8 stig. Einnig voru 2 skjálftar sunnan við Hagavatn og 4 við Högnhöfða. Þeir voru allir undir 1,2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli voru 30 jarðskjálftar og þar af voru 7 skjálftar undir vesturhluta jökulsins, allir undir 2,0 (Mlw) að stærð. Undir Kötluöskjunni voru 17 skjálftar. Þar af voru 7 djúpir skjálftar við austanverða öskjuna, upp af Kötlujökli sem urðu þann 17.8. á tímabilinu 09:30 til 09:40. Stærsti skjálftinn undir öskjunni var einn þeirra og mældist hann 1,8 stig. Einnig voru smáskjálftar sunnan við Kötluöskjuna.

Um 23 jarðskjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Flestir við Torfajökul en staðsetning margra þeirra er ekki vel ákvörðuð. Stærsti skjálftinn mældist 1,7 stig.

Jarðvakt Gunnar B. Guðmundsson, Bryndís Gísladóttir, Salóme Bernharðsdóttir og Sölvi Þrastarson.