![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Á Suðurlandsundirlendinu mældust rúmlega 40 jarðskjálftar. Upptök þeirra voru í Ölfusi, við Hestfjall, í Holtum og
í Landsveit. Stærstu skjálftarnir voru um 1,5 að stærð með upptök í Hestfjallinu.
Þrír skjálftar um 1 að stærð áttu upptök um 7 km norðaustur af Heklu þann 18. og 19. ágúst og einn
skjálfti um 1 að stærðvarð rétt norður af Heklu þann 22. ágúst.
Um 25 skjálftar áttu upptök á Reykjanesskaganum. Upptök þeirra voru norðan við Grindavík, á Krýsuvíkursvæðinu og
við Vífilsfell. Stærstu skjálftarnir voru um 1,1 að stærð.
Við Þeistareyki voru 6 smáskjálftar og sunnan við Víti og við Mývatn voru 8 smáskjálftar.
Þeir voru allir undir 1,1 að stærð.
Rúmlega 10 smáskjálftar voru við suðausturhörn Öskju. Þeir voru allir undir 0,4 að stærð.
Við Herðubreið og Töglin voru tæplega 30 jarðskjálftar, allir undir 1,6 að stærð. Einnig voru tveir skjálftar
við Hrúthálsa, sá stærri 2,0 að stærð.
Fimm skjálftar mældust á Arnarvatnsheiði 17. og 18. ágúst. Stærsti skjálftinn var 1,8 að stærð þann 18.8. kl. 00:46.
Tveir skjálftar voru undir Geitlandsjökli í Langjökli, sá stærri 1,8 stig. Einnig voru 2 skjálftar sunnan
við Hagavatn og 4 við Högnhöfða. Þeir voru allir undir 1,2 að stærð.
Um 23 jarðskjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Flestir við Torfajökul en staðsetning margra þeirra er ekki vel ákvörðuð.
Stærsti skjálftinn mældist 1,7 stig.
Jarðvakt Gunnar B. Guðmundsson, Bryndís Gísladóttir, Salóme Bernharðsdóttir og Sölvi Þrastarson.