Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Jarðskjálftahrina var um 6 km suður af Skarðsfjalli,
norðan við Húsagarð í Landsveit. Mest var skjálftavirknin dagana 28.-30. september. Upptök skjálftanna eru á tiltölulega
samþjöppuðu svæði og á um 7 km dýpi. Í þessari viku mældust 120 skjálftar
en hrinan hófst laugardaginn 26.9. Stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð
þann 28.9. kl. 17:42. Brotlausn hans sýnir sniðgengislausn. Tæplega 30 þeirra voru á stærðarbilinu 1 til 2 og um 90
undir 1 að stærð. Af afstæðum staðsetningum þeirra þá virðast þeir vera á
nærri lóðriéttu brotaplani með strik 60° austan við norður.
Þeir eru líkega við botn brotgjörnu skorpunnar. Upptök skjálftanna eru nálægt suðurenda sprungunnar sem
myndaðist í fyrsta og stærsta skjálftanum í skjálftaröðinni frá 1896.
Í byrjun ágústs 2013 var smáhrina á þessum slóðum.
Nokkrir smáskjáltar mældust í Ölfusi, við Hestfjall og í Holtum.
Lítil skjálftavirkni var á Reykjanesskaganum. Tveir stærstu skjálftarnir voru 2,1 og 1,8
að stærð og voru tæplega 5 km norður af Grindavík.
Stakir smáskjálftar allir undir 1 að stærð voru á Krísuvíkursvæðinu, við Brennisteinsfjöll,
Vífilsfell og Bláfjöll.
Við Tungnafellsjökul voru um 15 skjálftar. Sá stærsti mældist 2,2 stig þann 1.10. kl. 02:56.
Hlaup úr Eystri-Skaftárkatlinum varð í vikunni. Ketillinn byrjaði að síga aðfaranótt sunnudagsins
27.9. og hlaupið kom fram við vatnshæðarmæli við Sveinstind aðfaranótt 1. október. Fremur
fáa skjálfta var hægt að staðsetja við framhlaup hlaupsins undir jöklinum. Fáeinir skjálftar
mældust í nágrenni ketilsins og í Skatftárjökli. Þegar ketillinn hafði sigið verulega þann 1. október
þá byrjuðu óróahviður frá honum sem mældust víða á jarðskjálftamælistöðvum. Fyrsta hviðann byrjaði um hádegið
þann 1. október eins og sést á óróariti (Einar Kjartansson) frá skjálftastöðvunum í Grímsvötnum (grf), Vonarskarði (von), Innri-Eyra (iey) og Jökulheimum (jok).
Óróinn jókst svo aftur síðdegis og stærsta hviðann
varð um kl. 01:15 þann 2.10. Þessi órói fjaraði
síðan út laugardagsmorguninn 3.10. Á óróariti frá Grímsvötnum (grf)
sem sýnir 11 mínútna miðgildissíuð skjálftagögn má ieinnig sjá þessar óróahviður.
Líklegasta skýringin á þessum óróahviðum er að þær verði vegna suðu við þrýstingslækkunina í katlinum.
Við Öskju og Herðubreið voru tæplega 50 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð
þann 4.10. kl. 15:02 og haði hann upptök um 5 km norðan við Herðubreið.
Við Hveravelli og Þjófadali mældust tæplega 10 skjálftar. Sá stærsti var 1,9 stig.
Einn skjálfti var við Geitlandsjökul 1,8 að stærð.
Tæplega 20 skjálftar mældust suður af Reykholtsdal um 12 km norðvestur af Okinu í Borgarfirði.
Stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig þann 4.10. kl. 13:24.
Tíu skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Sá stærsti 1,6 að stærð (Mlw).
Upptök margra þessara skjálfta eru ekki mjög vel ákvörðuð.
JarðvaktGunnar B. Guðmundsson, Bryndís Gísladóttir,Hildur María Friðriksdóttir og Salóme Bernharðsdóttir