Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20151019 - 20151025, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 450 skjálftar mældust í vikunni, sá stærsti mældist úti á Reykjaneshrygg 2,8 að stærð og en einnig mældist skjálfti um 2,5 í Flóanum austan Ölfusárósa sem var vart í byggð. Einn skjálfti mældist í Breiðamerkurjökli. Hugsanlega tengist sá skjálfti kelfingu jökulsporðsins.

Suðurland

Smáskjálftahrina var við Ölfusárósa, um 4 km norðnorðaustan við Eyrarbakka. Um 100 skjálftar mældust þar á svæðinu og var stærsti skjálftinn um 2,5 að stærð og var hans vart á Eyrarbakka og á Litla Hrauni. Um 7 km norður og norðaustur af Flúðum mældust 7 smáskjálftar sá stærsti af þeim um 1,06 að stærð. Einn smáskjálfti mældist um 5 km suðsuðvestur af Heklu og einn skammt vestan við Þórisjökul.

Reykjanesskagi

Nokkrir skjálftar mældust við Reykjanestá og fjórir aðrir skammt norðan við Hlíðarvatn. Annars var fremur lítil virkni á Reykjanesskaga. Á Reykjaneshrygg mældust 9 skjálftar í vikunni.

Norðurland

Um 70 skjálftar mældust úti fyrir norðurlandi sá stærsti um 2,5 um 20 km norðnorðaustur af Siglufirði, fjórir í nágrenni Húsavíkur þar af tveir yfir 1 að stærð.

Hálendið

Við Herðubreið og Herðubreiðartögl var nokkur smáskjálftavirkni og um 30 smáskjálftar mældust þar í vikunni. Einnig mældust sjö smáskjálftar skammt norðan við Upptyppinga austan Jökulsár. Þrettán smáskjálftar voru í austurhlíðum Öskju. Í Vatnajökli öllum mældust 86 skjálftar, það var ennþá áframhaldandi smáskjálftavirkni í bergganginum undir Dyngjujökli. Um 30 skjálftar voru í Bárðarbunguöskjunni þar af þrír skjálftar yfir 2 að stærð. Einn skjálfti mældist í Breiðamerkurjökli hugsanlega tengist sá skjálfti kelfingu jökulsporðsins.

Mýrdalsjökull

Um 40 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli þar af 12 í Goðabungu og fimm í suðurhlíðum jökulsins skammt frá Stórahrygg og um tuttugu í og við öskjuna. Fyrir norðan Mýrdalsjökul á Torfajökulssvæðinu mældust áfram smáskjálftar.

Martin Hensch