Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20151026 - 20151101, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir um 360 skjálftar. Markverðustu atburðir vikunnar urðu á Norðurlandi en þar mældust í heildina rúmlega 100 skjálftar. Þann 29. október, um 12 km norðaustur af Grímsey, varð smá hrina með stærsta skjálfta 3,8 að stærð (kl. 04:14) og annað 3,5 að stærð daginn eftir (kl. 03:25). Skjálftarnir hafa vafalaust fundist vel í Grímsey en báðir urðu að næturlagi og engar tilkynningar bárust Veðurstofunni. Þann 1. nóvember rétt fyrir miðnætti mældist skjálfti um 2,9 að stærð, 4 km norðan Húsavíkur (kl. 23:51). Skjálftinn fannst vel á Húsavík og fjölmargar tilkynningar bárust.
Jarðskjálftavirkni við eldfjöllin var með minnsta móti og vikan almennt róleg.

Suðurland

Virkni á Suðurlandi var með minnsta móti en þar mældust ríflega 20 smáskjálftar í vikunni. Í vikunni mældust nokkrir skjálftar í Flóanum rétt austan Ölfusárósa. Líklega er um eftirskjálftavirkni að ræða frá því í vikunni áður. Tveir smáskjálftar mældust í og norðaustur af Heklu en ekki er óalgengt að þarna mælist stöku skjálftar.

Reykjanesskagi

25 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum og útá Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn mældist 2.6 og varð útá hrygg. Ríflega 10 skjálftar mældust við Fagradalsfjall.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust ríflega 100 skjálftar. Um 12 km norðaustur af Grímsey mældust flestir skjálftanna eða um 90. Þar af mældust tveir skjálftar stærri en þrír, 3,8 og 3,5. Flestir skjálftarnir urðu þann 29. og 30. október.
Þann 1. nóvember mældist skjálfti um 2,9 að stærð við Bakka eða um 4 km norðan Húsavíkur. Skjálftinn fannst vel á Húsavík. Nokkrir smáskjálftar mældust bæði fyrir og eftir á svipuðum slóðum en óvenju lítið eftirskjálftavirkni fylgdi.

Hálendið

Mesta virknin á hálendinu var eins og undanfarnar vikur aðallega í Bárðarbungu, sunnan við gosstöðvarnar í Holuhrauni, við Öskju og norður að Herðubreið. Smá virkni mældist einnig norðan Tungnafellsjökuls.Um 130 skjálftar mældust á þessu svæði allir innan við 2,5 að stærð.

Mýrdalsjökull

Tæplega 20 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, allir innan við 2,5 að stærð.

Jarðvakt
Kristín Jónsdóttir