Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160104 - 20160110, vika 01

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 220 jarðskjálftar mældust með SIL jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Flestir skjálftar mældust í norðvesturhluta Vatnajökuls. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu M -0,4 til 3,3. Sá stærsti varð kl. 01:34 þann 4. janúar norðaustur af Bárðarbungu. Alls mældust sex jarðskjálftar um eða yfir M 2,0 að stærð, þar af fimm yfir M 3,0 að stærð og voru þeir allir í norðvestanverðum Vatnajökli. Fjórir þeirra voru í Bárðarbunguöskjunni.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust 32 jarðskjálftar á stærðarbilinu M -0,2 til 1,8, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008. Á Hellisheiði mældust 15 smáskjálftar. Einn skjálfti mældist rétt vestur við Heklu þann 10. janúar kl 15:16 og mældist M 1.7 að stærð.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust 27 jarðskjálftar. Sá stærsti var að stærð M 1,6 með upptök vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. 11 af þessum skjálftum mældust við Reykjnestá, stærsti þeirra var M 1,4 að stærð.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 35 jarðskjálftar. Þar af voru níu jarðskjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar en 21 voru í Öxarfirði. Stærsti jarðskjálftinn var að stærð M 2,3, kl. 17:00 þann 4. janúar með upptök um 26 km suðaustur af Grímsey.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul mældust tæplega 50 skjálftar. Undir Bárðarbunguöskjunni voru tæplega 30 jarðskjálftar. Í öskjunni mældust fjórir skjálftar um og yfir M 3 að stærð. Þann 4. janúar kl. 01:31 og 01:33 voru skjálftar af stærð M 3,2 og 3,3 með upptök við norðurjaðar öskjunnar og þann 5. janúar kl. 01:24 var skjálfti af stærð M 3 einnig við norðurjaðarinn. Þann 10. janúar kl. 05:18 varð skjálfti af stærð M 3,2 við suðurjaðar öskjunnar. Í ganginum við norðurbrún Dyngjujökuls mældust rúmlega 10 skjálftar og þeir stærstu voru rúmlega M 1 að stærð.
Tveir skjálftar voru á Lokahrygg. Sá fyrri þann 5. janúar um M 1 að stærð með upptök við Hamarinn og sá seinni þann 10. janúar kl. 08:46 af stærð M 3,2 með upptök um 6 km austur af Hamrinum.
Fjórir skjálftar mældust við Grímsvötn, allir um M 1 að stærð. Tveir skjálftar voru suðvestan við Háubungu og einn við Vött og voru þeir á stærðarbilinu M 0,5 til 1.
Þann 6. janúar milli kl. 17:12 og 17:21 mældust 4 skjálftar við Trölladyngju sem voru á um 20 km dýpi. Þeir voru allir um M 1 að stærð. Einnig mældist skjálfti á um 25 km dýpi við Kverkfjöll þann 8. janúar.

Við Öskju og Herðubreið mældust rúmlega 40 skjálftar. Tæplega 10 skjálftar voru við Öskju og nær allir hinir við Herðubreið og Töglin. Stærsti skjálftinn mældist M 1,7 að stærð með upptök norðan við Hlaupfell. Skjálfti af stærð M 0,7 var á um 20 km dýpi um 8 km norður af Dreka þann 6. janúar.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 7 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli og voru þeir á stærðarbilinu M -0,1 til 1.5. Þar af voru 2 jarðskjálftar undir Kötluöskjunni og 5 jarðskjálftar undir vesturhluta jökulsins.

Jarðvakt