| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160111 - 20160117, vika 02
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Yfir 700 skjálftar voru staðsettir í vikunni og voru rúmlega 550 þeirra í Öxarfirði. Nokkrir skjálftar voru yfir þremur stigum en sá stærsti var 3,3 að stærð, hann var í Bárðarbunguöskjunni.
Suðurland
Rúmlega þrjátíu skjálftar mældut á suðurlandsundirlendinu, stærstur skjálfti mældist 1,6 stig að stærð, annars vour allir skjálftarnir um og undir einu stigi. Tvei skjálftar mældust rétt norðan við Heklu þann 11. janúar og báðir voru þeir af stærð 1,2.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg mældust rúmir 20 skjálftar, stærsti skjálftinn var af stærð 1,8 og var hann við Núpshlíðarháls þann 11. janúar. Örfáir smáskjálftar voru við Kleifarvatn og nokkri skjálfvar voru vestar á Reykjanesinu, allir innan við tvö stig.
Hengill og Ölfus
Að kvöldi 17.janúra urðu nokkrir smáskjálftar við Húsmúla á Hellisheiði. Einnig mældist tæpur tugur smáskjálfta í Ölfusi.
Norðurland
Í Tjörnesbrotabeltinu mældust rúmlega 550 jarðskjálftar. Þar af tilheyra langflestir skjálftarnir hrinum sem stóðu yfir í Öxarfirði. Stærri hrinan var um átta kílómetrum norður af Mánáreyjum en sú minni um 12 kílómetrum suðvestur af Kópaskeri. Stærsti skjálftinn sem mældist var í stærri hrinunni þann 14. janúar kl 18:37 og var hann 3,2 að stærð. Tæplega þjrátíu skjálftar voru á strærðarbilinu 2 til 3. Örfáir smáskjálftar mældust við Þeystareyki og rúmur tugur mældist við Grímsey.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust rúmlega 60 skjálftar. Undir Bárðarbunguöskjunni voru rúmlega 30 jarðskjálftar, flestir skjálftanna voru við norðanverða brún öskjunnar. Stærsti skjálftinn var 3,3 að stærð og var hann í suðaustanverðri öskjunni 13. janúar kl. 20:13.
Þar sem gangurinn beygir til norðurs urðu fimm djúpir skjálftar, allir skjálftarnir mældust á rúmri klukkustund. Skjálftarnir vour á stærðarbilinu 0,7 til 2,4. Annars urðu tæplega 20 skjálftar í ganginum, flestir við norðurjaðar Dyngjujökuls og framan við jökulinn. Stærsti skjálftinn á því svæði var af stærð 1,1.
Nokkrir smáskjáftar mældust við Lokahrygg og í Grímsvötnum, einnig í sunnanverðum Vatnajökli.
Við Öskju og Herðubreið mældust tæplega 20 skjálftar. Fimm smáskjálftar mældust við Öskjuvatn, nokkrir smáskjálftar urðu við norðanverð Herðubreiðartögl en sunnan við þau mældust átta skjálftar, allir undir 1,1 að stærð.
Mýrdalsjökull
Í vikunni mældust örfáir skjálftar á víð og dreif í Mýrdalsjökli og voru þeir allir undir einum að stærð. Á Torfajökulssvæðinu mældust þrír skjálftar, allir inna við tvö stig.
Fjórir skjálftar mældust við sunnanverðan Langjökul, allir um og innan við eitt stig.
Sigurdís B. Jónasdóttir
Jarðvakt