Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160118 - 20160124, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Búið er að yfirfara 720 jarðskjálfta í síðustu viku. Stærstu skjálftarnir í vikunni voru 3.7, 3.4, 3.3 og 3.2 vestsuðvestur af Kópaskeri og 3.6 og 3 í Bárðarbunguöskjunni. Einn skjálfti mældist við Heimaey í vikunni. Enn eru óyfirfarnir skjálftar í hrinunni um 12 km vestsuðvestur af Kópaskeri. Sú hrina stendur enn yfir en verulega hefur dregið úr virkninni þar. Mesta virknin í hrinunni var 21. janúar en hrinan hófst uppúr 14. janúar. Háupplausna jarðskjálftastaðsetningar af hrinunni sýna að skjálftarnir dreifast á sprungu sem er á 3-5 km dýpi og er um 2 km löng með stefnu NA-SV. Sjá afstæðar staðsetningar ­

Suðurland

Tæplega 30 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi. Sá stærsti mældist 1.6 í Þykkvabæ. 6 skjálftar voru staðsettir á hengilsvæðinu. Um 2.5 km vestan við Heimaey mældist skjálfti 1.54 að stærð.

Reykjanesskagi

Úti á Reykjaneshrygg um, 75km suðvestur af Reykjanestá mældist skjálfti M 2,47 að stærð. Á Reykjanesi var lítil virkni og mældust þar átta smáskjálftar. Tveir á Fagradalsfjalli annar um 1,3 að stærð, fjórir umhverfis Kleifarvatn sá stærsti um 1,0 að stærð. Einn mældist við Bláfjöll og annar í Heiðmörk.

Norðurland

Ríflega 550 skjálftar voru staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu. Langflestir mældust um 12 km vestsuðvestan við Kópasker. Stærstu skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri og í nágrenni.

Hálendið

Ríflega 50 skjálftar mældust við Öskju og Herðubreið. Virkni við Bárðarbunguöskjuna heldur áfram. Þar mældist einn skjálfti sem náði stærðinni 3. Samtals mældust tæplega 50 skjálftar í og við Bárðarbungu. Flestir skjálftanna mældust 20. jan.

Mýrdalsjökull

Níu skjálftar voru staðsettir við Mýrdalsjökul, þar af sex í námunda við Tungnakvíslarjökul allir voru þeir undir 1.0 að stærð. Einn skjálfti var staðsettur á sunnanverðum Eyjafjallajökli einnig undir einum að stærð.

Jarðvakt
Einar Hjörleifsson og Kristín Jónsdóttir