| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160125 - 20160131, vika 04
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Yfir 500 skjálftar voru staðsettir í vikunni og voru rúmlega 270 þeirra í Öxarfirði. Sá stærsti náði stærðinni 2,6. Einnig varð skjálfti í Bárðabunguöskjunni sem var 2,6 að stærð.
Suðurland
Rúmlega 20 skjálftar mældurst á suðurlandsundirlendinu, allir undir 2 á stærð.
Reykjanesskagi
Aðeins einn skjálfti mældist á Reykjanesinu og var hann undir 1 í stærð. Tveir skjálftar voru mældir við Kleifarvatn, báðir undir 1 í stærð.
Norðurland
Rúmlega 280 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu. Flestir skjálftarnir tilheyra hrinunni sem stóð yfir í Öxarfirði. Stærsti skjálftinn var 2,6 á stærð. Annars voru flestir undir 2 í stærð.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust rúmlega 90 sjálftar. Undir Bárðabunguöskunni voru rúmlega 30 jarðskjálftar. Sá stærðsti 2,6 að stærð og mældist hann í norðanverðri brún öskjunnar.
Í ganginum mældust um 30 skjálftar, felstir voru við norðurjaðar Dyngjujökuls og frama við jökulinn.
Nokkrir smáskjálftar mædust í Grímsvötnum og sunnanverðum Vatnajökli.
Við Öskju og Herðubreið mældust rúmlega 70 skjálftar, sá stærsti var 2,4 á stærð.
Sex skjálftar mældust í Langjökli, sá stærsti 1,9 á stærð.
Mýrdalsjökull
Í Mýrdalsjökli mældust 11 skjálftar og allir undir 1,3 á stærð. Á Torfajökulssvæðinu mældust 6 skjálftar, sá stærsti var 2,2 á stærð.
Jarðvakt
Bryndís Ýr Gísladóttir