| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160222 - 20160228, vika 08

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 397 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Stærstu skjálftarnir voru af stærð 2,4 norðanverðri Bárðarbunguöskju þann 22. febrúar og i Öxarfiirði 24. febrúar. Flestir jarðskjálftar mældust í og við Vatnajökull.
Suðurland
Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, sá stærsti 2.2 að stærð þann 23. febrúar með upptök austan við Kyllisfell. 10 skjálftar mældust í Henglinum, sá stærsti 1.4 að stærð þann 27. febrúar.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesi mældust 9 jarðskjálftar, sá stærsti var 1.6 að stærð þann 23. febrúar. 5 jarðskjálftar mældust vestan við Kleifarvatn, sá stærsti 1.2 að stærð þann 23. febrúar. 11 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti 2.0 að stærð þann 27. febrúar.
Norðurland
67 skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi. Þar af var einn skjálfti af stærð 2.4 þann 24.2. kl. 17:22 í Öxarfriði. Flestir skjálftar voru á Grímseyjarbeltinu, frá Grímsey og inn í Öxarfjörð. Við Mývatn og nágrenni mældust 9 jarðskjálftar, allir minni en 1 a stærð.
Hálendið
Rúmlega 90 skjálftar mældust undir Vatnajökli, um þriðjungur við Bárðarbunguöskjuna, annað eins í ganginunum við
norðanverðan Dyngjujökul. Aðrir voru dreifðari um jökulinn. Stærsti skjálftinn í Vatnajökli var í norðanverðri Barðarbungaöskjuni þann 22. febrúar kl. 06:55 að stærð 2,4.
Þann 27. og 28. febrúar mældust nokkrir skjálftar suðauastan við Bárðarbungu á meira en 15 km dýpi og voru þeir allir undi 1 að stærð.
Fáeinir skjálftar voru við Grimsfjall og sá stærsti af stærð 1.2.
Fáeinir smáskjálftar mældust í nágrenni Tungnafellsjökuls, allir minni en 0,8 að stærð.
Við Öskju og Herðubreið mældust um 70 skjálftar, sá stærsti af stærð 1.2 þann 24.2. kl 14:47.
Tveir smáskjálftar mældust í suðvestanverðum Langjökull.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 20 skjálftar, þar af voru 9 skálftar innan Kötluöskjunnar.
Helmingur skjálfanna voru á mjög litlu dýpi. Dýpsti skjálftinn mældist á 12.8 km dýpi.
Stærsti skjálftinn í jöklinum varð 26. febr. Kl 01:50 af stærð 2.3.
Stærsti skálfti innan öskjunnar varð 27. kl 09:06, af stærð M2.1, Hann var á litlu dýpi og upptökin voru um 500 m austan við sigketil nr. 5.
16 smáskjálftar mældust á svæðinu við Torfajökull, flestir mjög grunnir.
Jarðvakt