Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160229 - 20160306, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 360 jarðskjálftar voru staðsettir með mælakerfi Veðurstofu Íslands. Alls mældust þrír skjálftar stærri en 3 að stærð í Bárðarbungu, sá stærsti var 3.6 að stærð. Fremur rólegt var á Mýrdalsjökulssvæðinu. Engin sérstök hrina mældist á landinu í vikunni.

Suðurland

Rúmlega 10 smáskálftar voru við Hengilinn og sjö í Ölfusi. Um 30 skjálftar urðu í hrinu í Þrengslum. Sá stærsti var 2.1 að stærð þann 2. mars kl. 06:09. Um tylft skjálfta áttu upptök á jarðskjálftasprunugnum á Suðurlandsundirlendinu, stærstur þeirra var 2.0 að stærð á Hestfjallssprungu.

Reykjanesskagi

Aðeins 14 skjálftar urðu á þekktum sprungum og jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Engin þeirra náði 1.5 að stærð.

Norðurland

Tæplega 70 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu úti fyrir Norðurlandi, þar af langflestir, eða um 50, á Grímseyjarbeltinu og 20 úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Enginn skjálfti náði 2 stigum að stærð. Fjórir skjálftar mældust á Kolbeinseyjarhrygg. Rúmlega 10 smáskjálftar urðu við Þeistareyki og einnig við Kröflu.

Hálendið

Við brún Bárðarbunguöskjunnar mældust rúmlega 30 skjálftar í vikunni. Þann 2. mars urðu þrír skjálftar stærri en 3 ¿ sá stærsti mældist 3.6 að stærð kl. 10:05. 12 skjálftar voru staðsettir í Dyngjujökli en enginn þeirra náði 1 að stærð. Fimm smáskjálftar áttu upptök við Grímsfjall, nokkrir á Lokahrygg og við Öræafajökul og einn í Kverkfjöllum. Í Öskju mældust rúmlega 12 skjálftar við Dreka og tæplega 35 í kringum Herðubreið og Herðubreiðartögl. Einn skjálfti var staðsettur við Skjaldbreið og tveir við Skálpanes suðaustan Langjökuls.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 20 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli. Þar af 17 inni í Kötluöskjunni og 6 við Goðabungu. Stærsti skjálftinn 2.5 að stærð þann 29. febrúar kl. 10:38 í norðanverðri Kötluöskjunni. Um 30 smáskjálftar á Torfajökulssvæðinu og einn í Eyjafjallajökli.

Jarðvakt