Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160307 - 20160313, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Ríflega 240 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Stærsti skjálftinn sem mældist var að stærðinni 3.2 í Bárðarbungu þann 10. mars. Aðrir skjálftar á tímabilinu voru allir undir 2,2 að stærð.

Suðurland

Tæplega 30 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í liðinni viku. 6 skjálftar í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar og 20 á þekktum jarðskjálftasprungum á Suðurlansdundirlendinu, en allir voru þeir um og undir stærðinni 1.

Reykjanesskagi

Tæpur tugur skjálfta var staðsettur í viku 10 á Reykjanesskaga. Umhverfis Kleifarvatn og á Reykjanestá. Sá stærsti var 1.5 að stærð var staðsettur SV af Reykjanestá.

Norðurland

Rúmlega 70 skjálftar mældust á Norðurlandi í liðinni viku. Um 20 talsins voru staðsettir á Grímseyjarbeltinu og 17 í Öxarfirði en enginn þeirra náði 2 að stærð. Tæplega tíu smáskjálftar voru á Þeistareykjasvæðinu en þann 10. mars var þar staðsettur skjálfti að stærðinni 2.2.

Hálendið

Umhverfis Bárðarbungu voru staðsettir 30 skjálftar í vikunni. Sá stærsti var að stærðinni 3.2 hinn 10. mars kl. 08:26. Aðrir skjálftar á svæðinu voru allir undir 2 að stærð. Enn eru að mælast skjálftar í ganginum undir Dyngjujökli og voru þeir um tugur talsins í liðinni viku, enginn stærri en 1.1. Tæplega 30 skjálftar mældust í Herðubreið og Herðubreiðartöglum, sá stærsti 1.5 að stærð rétt fyrir miðnætti þann 12. mars. Í Öskju voru staðsettir u.þ.b. skjálftar í vikunni, enginn yfir 1.1 að stærð. Fáeinir skjálftar mældust í Grímsvötnum, í Hábungu og suðvestan við Hvítárvatn við Langjökul, allir undir 1.5 að stærð.

Mýrdalsjökull

Tæplega 10 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli í viku 10, sá stærsti varð 9. mars í norðurhluta öskjunnar. Á þriðja tug smáskjálfta voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt