Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160321 - 20160327, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 360 jarðskjálftar mældust í vikunni, litlu færri en í síðurstu viku. Mesta virknin varð undir Vatnajökli eins og svo oft áður . Stærsti skjáflti vikunnar 3,3 að stærð varð við Bárðarbungu. Engar teljandi skjálftahrinur urði í vikunni.

Suðurland

Um 20 smáskjálftar mældust þann 21. mars á niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar við Hellisheiðarvirkjun. Um tugur smáskjálfta mældist á Hengilssvæðinu og nokkrir við Þrengslin. Um 20 skjálftar, allir um og innan við einn að stærð, mældust víðsvegar um Suðurlandsundirlendið.

Reykjanesskagi

Lítil virkni var á svæðinu við Krýsuvík og nokkrir smáskjálftar mældust vestar á Reykjanesskaganum.

Norðurland

Tæplega 50 jarðskjálftar mældust undir og úti fyrir Norðurlandi, þar af um helmingur í Öxarfirði. Aðrir dreifðust um svæðið. Stærsti skjálftinn varð 24. mars í Eyjafjarðarál og var hann 2,8 að stærð. Nokkrir smáskjálftar urðu við Þeistareyki og Kröflu.

Hálendið

Rúmlega 100 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli öllum. Yfir 40 skjálftar urðu við Bárðarbungu, þar af um helmingur þann 22. mars. Stærsti skjálftinn í jöklinum varð við norðanverða öskjuna þann dag klukkan 17:21 og var hann 3,3 að stærð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Um tugur smáskjálfta varð í ganginum undir og framan við Dyngjujökul. Svipaður fjöldi varð á svæðinu við Grímsvötn og var stærsti skjálftinn þar tæp tvö stig þann 23. mars kl. 05:43. Ríflega 20 skjálftar, allir innar við tvö stig, mældust undir sunnanverðum Vatnajökli og nokkrir smáskjálftar við Hamarinn og Lokahrygg. Tæplega 70 jarðskjáfltar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls, allir innan við tvö stig. Rúmur tugur varð við austanverðan öskjubarm Öskju og álíka fjöldi norðan Vaðöldu. Dagana 22. og 23. mars mældust um 30 skjálftar við norðanverða Herðubreið, sá stærsti 1,8 að stærð. Á annan tug smáskjálfta varð vestan við Herðubreið og við Herðubreiðartögl.
Rólegt var í Vestara gosbeltinu.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 25 skjálftar. Um helmingur varð innan Kötluöskjunnar, einkum í henni sunnarverðri. Stærsti skjálftinn í jöklinum var 2,2 að stærð og varð hann þann 23. mars kl. 16:49:44 við austurbrún öskjunnar. Nokkrir smáskjálftar mældust við Goðabungu, undir Kötlujökli og Hafursárjökli. Lítil virkni var á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt